föstudagur, 5. júní 2009

Grillburstar

Það er heldur betur búið að vera veður í grill, það sem af er sumri og fór ég á stúfana um daginn og ætlaði að kaupa nýjan bursta til að þrífa grindurnar í grillinu.

Burstinn sem ég keypti kostaði 699kr. í Hagkaupum og mig minnir að heiti hans, eða vörumerki hafi einfaldlega verið BBQ.

Nákvæmlega sama bursta sá ég á þessum stöðum með mismunandi verðmiðum.

Húsasmiðjan. 999kr.
Tiger 400kr.
Rúmfatalagerinn 199kr.

Þetta er nú engin svakaleg upphæð, en hvernig stendur á því að húsasmiðjan getur leyft sér að vera 400% dýrari en rúmfatalagerinn með nákvæmlega sömu vöruna.
Er ég nokkuð viss um að þetta er ekki einstakt tilfelli og vill ég hvetja fólk til að gera verðsamanburð þegar það fer að verzla.
Takk fyrir mig,
Davíð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli