þriðjudagur, 9. júní 2009

Margendurtekin mannleg mistök í Tölvulistanum

Mig langar að koma á framfæri upplifun á sérstaklega lélegri þjónustu sem
ég fékk hjá Tölvulistanum nú á dögunum.
Ég fékk flakkara í jólagjöf sem hætti að virka í apríl (rúmlega fjórum
mánuðum eftir kaup). 7. maí þá reyni ég að hringja á verkstæðið og
verslunina hjá tölvulistanum. Eftir að hafa reynt í 45 mínútur að ná í
annað hvort verslun eða verkstæði þá hætti ég því og fer niður í verslun
og fæ upplýsingar um hvar verkstæðið er.
8. maí þá fer ég með flakkarann á verkstæðið og er sagt að það taki 4 daga
að bilanagreina hann og ég verði látin vita þegar það er búið að greina
bilunina.
25. maí þá hef ég ekkert heyrt frá verkstæðinu þannig ég hringi til að
athuga stöðuna á málinu. Þá er mér sagt að það sé ekki búið að skoða
flakkarann (hann er semsagt búinn að vera þarna alveg óhreyfður og
óskoðaður í tæpar 3 vikur). Ég spyr hvernig standi á því og fæ þau svör að
það hafi verið svo mikið að gera. Svo líða nokkrir dagar og ég hringi
reglulega til að athuga hvort þetta fari nú ekki að koma og það er svo 3.
júní sem ég fæ að vita að flakkarinn sé ónýtur og harði diskurinn minn
verði færður yfir í nýjan flakkara. (ég hafði mestar áhyggjur af gögnunum
sem voru inn á flakkarnum. Þarna voru allar fjölskyldumyndirnar mínar og
öll gögn mín úr Háskólanum síðustu 3 ár). Í hvert skipti sem ég talaði við
verkstæðið þá talaði ég sérstaklega um mikilvægi þess að ég myndi fá harða
diskinn minn.
4. júní þá fæ ég sms um að flakkarinn sé tilbúinn og ég megi sækja hann.
Ég fer á verkstæðið og fæ afhentan kassann og spyr þá einu sinni enn hvort
öll gögnin mín séu ekki á þessum nýja flakkara. Enn einu sinni er mér sagt
að þetta sé bara sami harði diskurinn ég og þurfi ekki að hafa neinar
áhyggjur af þessu.
Sama dag og ég fæ flakkarann afhendan fer ég út á land og á
föstudagskvöldinu þá ætla ég að fara að færa gögn af tölvunni minni yfir á
flakkarann. Þegar ég opna kassann þá sé ég boxið (sem er utan um harða
diskinn) og það er tómt. Ég prufa að kveikja á honum og það er allt í lagi
en það er enginn harður diskur í boxinu, hvorki nýr né minn gamli.
Á þessum tímapunkti var ég orðin alveg óheyrilega pirruð því það var ekki
eitt atriði í sambandi við þjónustuna hjá þeim sem var búinn að vera í
lagi.
Á mánudaginn þegar ég kem aftur í bæinn þá fer ég á verkstæðið og segi að
ég hafi fengið afhent tómt box og ég vilji fá harða diskinn minn. Þá er
hann ekki á staðanum og þetta tekur þá einhvern tíma að ná í þetta. Hann
segist svo hringja þegar þetta verði til, það verði hugsanlega í dag!! Ég
spyr hvort þetta sé nokkuð svona mikið mál. Hvort að þessu verði ekki bara
reddað í hvelli og flakkarinn svo sendur til mín. Hann játar því hvorki né
neitar en segist ætla hafa samband þegar þetta verði komið. Seinna um
daginn fæ ég svo símtal þar sem hann segir mér að þetta sé allt komið og
ég megi sækja hann. Ég spyr hvort þeir keyri honum ekki til mín en þá var
það ekki hægt þennan dag (?!)
Þannig ég ákveð að sækja hann (þarna er ég búin að fara 4. sinnum á þetta
verkstæði, auk ótal símtala). Þegar ég kem þarna þá kemur hann með
flakkarann og eina snúru og ætlar að rétta mér hann þannig (án
fjárstýringa, usb-tengis, hleðslutækis og alls sem að þarf til að hægt sé
að nota hann).
Ég bið um að fá allt sem á að fylgja með og hann fer og tekur sér
ágætistíma í að grafa upp kassann með öllum fylgihlutunum. Ég bið hann svo
um að tengja tækið við tölvu þannig ég geti verið alveg viss um að öll
gögnin séu inn á, þetta virki allt og allar snúrur séu með. Þá finnst
ekkert usb tengi og starfsmaðurinn fullyrðir að það hafi ekki verið í
kassanum. En ég segi honum að þarna hafi allt verið og ég vilji fá allt
sem hafi verið í kassanum. Þá dregur hann upp eitthvað gamalt usb-tengi
frá þeim og segir að hann skuli bara gefa mér það fyrst ég hafi týnt hinu
(sem var ekki tilfellið), Ég bað hann vinsamlegast um að finna usb-tengið
mitt, ég þyrfti ekki að fá eitthvað drasl gefins frá þeim. Ég vildi bara
fá það sem ég ætti.
Þegar þarna var komið við sögu þá var ég orðin mjög pirruð (vægast sagt)
og var að tala við einhvern sem sagðist vera einhver yfirmaður þarna. Ég
vildi fá útskýringar á því hvernig hann myndi verja svona vinnubrögð.
Hann vildi meina að þessar tafir hefðu verið alveg óvæntar (sem mér finnst
ólíklegt og ef svo er þá er mjög lítið mál að láta fólk vita) og hitt
hefði bara verið mannleg mistök. Hann gaf lítið út á það að það vantaði
eitthvað upp á verklagið eða vinnubrögðin hjá þeim og þvertók fyrir að
bæta fyrir þetta á nokkurn hátt.
Ég bara get ekki orða bundist, ég veit að þetta er langt bréf en það var
líka hvert sem rak annað í þessum samskiptum sem ég neyddist til að hafa
við tölvulistann.
Þetta finnst mér vera lýsandi dæmi um eins lélega þjónustu og hægt er að
veita. Ég viðurkenni það alveg að mistök gerast og óviðráðanlegir hlutir
líka, en þetta var eitthvað allt annað en "mannleg mistök"
kveðja Júlía Birgisdóttir

8 ummæli:

  1. Tölvuverslanir og viðgerðaþjónustur eru bara rán um hábjartan dag og allt að því "óheiðarleg" í sínum viðskiptaháttum!!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. Vinur minn lenti í svipuðu dæmi þarna í tölvulistanum... í stuttu máli þá var tölvan hans biluð og hann fór með hana í viðgerð og starfsmaður frá tölvulistann tók hana bakið og vissi ekki að vinur minn gat séð hann í spegli sem þeir nota til að sjá vv. frammi skildist mér, hann sá starfsmanninn fá sér kaffi og setjast niður og ekkert gera við tölvuna og koma svo fram eftir svona 15 mín og segir að það sé í lagi með tölvuna nema hann vissi ekki að félagi minn hafði horft á hann allan tímann. Það var ekki að spurja að það fók all svakalega í félaga minn og þeir vissu ekkert hvað ætti að segja!!!

    SvaraEyða
  3. Vildi bara benda á verkstæði í Hafnarfirði, heitir Miðnet. Snögg og góð þjónusta sem við fengum þar.

    Kveðja Silja

    SvaraEyða
  4. Ég lenti í mjög líku dæmi og .etta hérna fyrir ofan......
    Ég fór í tölvulistann og ætlaði að láta þá laga fartölvuna mína Toshiba satellite pro a300d -151-
    ég fór þarna og afhenti honum tölvuna og hann sagðist geta lagað þetta með internetið hjá mér tengingin á tölvunni var sko biluð og siðan sagði hann bara já ég get reddað þessu og fór á bakvið á meðan var ég að spegúlera í því afhverju hann spurði ekki um passwordið á tölvunni en já já ég leit þarna og sá speglast í hurðinni (með gleri) að hann var bara þarna að taka upp nestið sitt með
    kók dós og byrjaði að éta það hann var í sirka 20 mínútur að því og svo kom hann fram og sektaði mig um 14.998 kr.
    ég gef þér tveggja króna afslátt útaf góðri bið sagði hann

    ég pældi í þessu og fór svo heim þá sá ég í (FACE REGOGNITZION password með webcam andlitsþekkjara) mynd af karlinum eitthvað að gretta sig í tölvuna og drekka kók og éta samloku en það virkaði víst ekki til að logga hann inn því að hanner ekki með mitt fés....
    LOL
    en já netið mitt er í maski og tengist óháðum þjónum og ég ætla að kvarta feitann !!!!!!
    ....

    SvaraEyða
  5. Ég lennti reyndar í því um daginn að 500 GB flakkarinn minn frá TL bilaði og ég fór með hann á verkstæðið og svona 4-5 dögum seinna er hringt í mig og ég fer á verkstæðið og þá er mér réttur alveg nýr 1 TB(1000 GB) flakkari og 2 ára ábyrgð með honum.

    SvaraEyða
  6. Tek undir þetta með viðgerðarþjónustu Tölvulistans, hún er orðin ansi slakleg. Þurfti nýlega að fá stýrikerfið endurkeyrt inn á tölvuna en það hætti að virka og reyndar fljótlega eftir að ég keypti tölvuna hjá þeim. Það tók á ÞRIÐJU VIKU að fá það gert og aldrei á þeim tíma var hægt að ná símasambandi við verkstæðið þannig að ég gat aðeins ítrekað málið og fylgst með framvindunni með því að mæta á staðinn, sem urðu þrjú skipti. Skýringarnar á seinaganginum voru jafnan að veikindi væru í gangi og frí. Ég átti að fá SMS þegar viðgerð væri lokið, en það gleymdist náttúrlega. Ég hafði beðið þá að taka afrit af tölvupóstunum en þegar til þeirra átti að grípa eftir heimkomu reyndist sú mappa galtóm.
    Tæpar 13.000 krónur kostaði svo þetta langdregna viðvik.
    Nokkuð ljóst að ég treysti ekki á viðgerðarþjónustu Tölvulistans lengur og þykir mér miður hvað þessu hefur farið aftur hjá þeim, því eitt sinn var bara ágætt að skipta við þá og fór ég jafnan til þeirra í tölvuviðskipta erindum.

    Guðjón.

    SvaraEyða
  7. Ég er sjálfur að vinna í tölvubransanum og að bilanagreina flakkara tekur innan við mínútu, að maður þurfi að bíða í fleiri vikur eftir því er bara rugl. Það er farið illa með fólk sem er að koma með hluti í ábyrgð, ég held að það sé meira gert fyrir fólk sem er að borga fyrir viðgerðina, sem er alveg ömurlegt...

    SvaraEyða
  8. Ég mæli með Nördinum í skeifunni, fór þangað með 2 tölvur, frabær þjonusta og þeir eru mjög sanngjarnir i verði. Ekkert skoðunargjald tekið.

    Þeir taka lika rafmagnshluti uppi viðgerð sem er mjög snigðut a þessum timum.

    SvaraEyða