miðvikudagur, 10. júní 2009

80 kall fyrir sumarleik

Ég fór í Hagkaup í skeifunni í gær, sá þar í stórri stæðu Kókómjólk í svona six-pack og stórt spjald ofaná merkt TILBOÐ 6 stk kókómjólk á 318kr. Auðvitað vildi ég gera góðan díl þarna og greip 3 pakkningar. Þegar ég kom heim fór ég að skoða miðann, bara svona fyrst ég var með hann, og þá kom í ljós að 2 pakkningar hafði ég keypt á vissulega 318kall, en sú þriðja var á 396kr þ.e. 78kr meira en hinar... Nú er ég ekki sérfræðingur í kókómjólk en fernurnar líta nú allar eins út, líklegast er bragðið það sama í öllum og allar voru þær saman í stafla. Eini sjaánlegi munurinn er að það er miði á einni kippunni sem er sumarleikur MS...en ekki á hinum tveim, er ekki soldið verið að seilast langt ef á að rukka tæplega 80 kall af neytandanum fyrir það að taka þátt í sumarleik...er þá ekki bara betra að sleppa leiknum og lækka verðið? Svona pæling.

Kveðja,
Kristinn Jónsson

1 ummæli:

  1. Nákvæmlega!!!!!!! Svo sakar ekki að fara yfir strimilinn á kassanum áður en haldið er heim á leið og láta þá hafa fyrir því að leiðrétta þetta og vera með vesen enda áttu fullan rétt á því :)

    SvaraEyða