föstudagur, 5. júní 2009

Óánægð með Suzuki umboðið

Fór með bílinn minn í Suzuki umboðið til að láta bilana lesa hann...Ég tók fram að það ætti bara að segja mér hvað væri að bílnum..
Fyrst var hann vitlaust lesinn, útaf ljósi sem ég vissi hvað var að..Það kom ganginum í honum ekkert við... Þannig að hann var tekinn inn aftur og lesinn..
Eftir ca klst bið þá var kallað í mig og sagt að bíllinn væri tilbúinn...Mér var sagt að kertin væru ónýt, ég sagði fínt,
hugsaði að ég yrði mjög fljót að laga það sjálf..Nema þá sagði maðurinn að það væri búið að skipta um kerti og hann hafi sett líka 1/2 líter af olíu...
Hann sagði að það hafi orðið að skipta um kerti núna..Væru alveg ónýt...
Það sem fór í taugarnar á mér var að ég var aldrei spurð hvort þeir ættu að skipta um þetta fyrir mig eða setja olíu á bílinn....
Ég var mjög ósátt við þetta hjá þeim,sérstaklega þar sem reikningurinn var 16.771 kr..... Þar er mesti kosnaðurinn vinnan, sem ég hefði getað sparað mér með því að gera þetta sjálf...
Og að þurfa borga ca 800kr fyrir 1/2 líter af olíu er bara algjört rán.. Á olíu hérna í skúrnum....
Mér fannst þetta svolítið gróft hjá þeim hjá Suzuki í Skeifunni.... En bíllinn virkar mjög vel..Sem hann hefði líka gert ef við hefðum gert þetta sjálf fyrir minni pen....

Takk fyrir,
Gulla

6 ummæli:

  1. Af hverju fórstu með bílinn í umboðið? Umboðin eru rándýr og ósanngjörn.

    SvaraEyða
  2. Þarf ekki að fara með bíl í umboð til að láta lesa af tölvunni?

    Er það ekki einhver regla sem reyndar Evrópusambandið var að fara ógilda?

    SvaraEyða
  3. Er ekki ennþá hægt að neita að borga fyrir óumbeðna þjónustu? Ef þeir framkvæma eitthvað eftir að þú hefur beðið um "bara lestur" held ég að þér beri engin skylda til að borga það.

    Ég hefði a.m.k. sagt þeim að setja gömlu kertin aftur í og tappa af 1/2 lítra af olíu - bara til að sjá viðbrögðin.

    SvaraEyða
  4. Nei.. ég hefði tappað sjálfur olíunni af og sett gömlu kertinn í og rukkað þá um vinnuna :)

    SvaraEyða
  5. Ha ha ha .....Gulla þetta er bara slikk prís hjá þér :
    Ég á Honda C-RV og þurfti að láta "lesa" hana í tölvunni hjá þeim .... er ég kom og sótti hana þá sögðu þeir að Kertin og kveikjulokið hefði verið problemið !
    48.000 kall TAKK FYRIR !
    Kv Gulli.

    SvaraEyða
  6. Glæpamenn með stóru G vægast sagt!

    SvaraEyða