föstudagur, 5. júní 2009

Dýrt í BMM

Góðan dag ég var að gramsa í bókabúðinni í dag og sá þar bókina Heilsuátak með dr Gillian, mig langaði rosalega í bókina enda full af hollum og góðum uppskriftum en hún kostaði 4380 krónur. Ég rölti mér í Heilsuhúsið og sé að þar er hún einnig til sölu en óverðmerkt... stekk á afgreiðslustúlkuna og bið um verðið... upphaflega var hún á 3750 krónur en er seld á 2812 krónur. Þetta er náttúrulega bara "taktu mig í ********* " verð á bókum hjá M og M. Vissi að það er allt þar á yfirsprengdu verði en fyrr má nú vera.
Kv, Lilja Kjerúlf

1 ummæli:

  1. Við getum þakkað ríkinu fyrir það að núna er sú litla samkeppni sem var á þessum markaði(bóka og ritfanga) farin því jú Penninn og BMM er núna í eigu ríkisins og í beinni samkeppni við annað Office One sem á líka aðkomu að samningi nokkrum við ríkiskaup eða þannig(kann þetta ekki alveg).

    Ríkið leysir til sín fyrirtæki m.a. ÍAV(Íslenskir aðalverktakar) til þess að bjarga tónlistarhúsinu og þeim 300 störfum sem þar eru en á sama tíma og önnur verktakafyrirtæki berjast í bökkum þá tekur ÍAV í eigu ríkisins þátt í útboðum á fullu á móti þessum fyrirtækjum og setja jafnvel svigrúm í tilboðið í skjóli ríkisins til þess að verða örugglega lægstbjóðendur. Algjört siðleysi!!!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða