mánudagur, 8. júní 2009

Pósturinn að spara

Ég þurfti nauðsynlega að koma pakka til Norðurlandanna fyrir miðvikudag eftir hvítasunnu. Þegar ég kem í pósthúsið niður í Austurstæti fyrir lokum á föstudeginum er mér tjáð að pakkinn verði fyrst sendur á miðvikudag þeas 5 dögum síðar!
Er verið að einangra Island eða hvað er á seyði? Undirrituð var sumarafleysingamaður póstsins í mörg sumur fyrir um 25 árum síðan. Þá kom alltaf póstbíllinn og sótti póst eftir lokun en hér er verið að spara með að sækja póstinn um leið og pósturinn er sóttur úr póstkössum kl 16. 30 og afgangurinn látinn danka yfir helgina.
Kveðja,
Þórunn

1 ummæli:

  1. Og þetta er í skjóli ríkisins!!!!!!!!!

    SvaraEyða