föstudagur, 5. júní 2009

Ekki ánægður með Beco

Ég get ekki orða bundist yfir okri á
viðgerðaþjónustu hjá BECO ljósmyndavöru- og þjónustufyrirtæki,
Langholtsvegi 84, 104 Rvík. Ég fór með rúmlega ársgamla Canon EOS 40D
myndavél í viðgerð 24. apríl þar sem flassið small ekki upp við
myndatöku. Við afhendingu vélarinnar greiddi ég kr. 2.988,- fyrir
skoðun og bilanaleit. Mér var tjáð að viðgerð tæki ca. hálfan
mánuð. 13. maí eða 19 dögum síðar var hún tilbúin. Þá mátti ég
greiða til viðbótar kr. 6.130,-. Mér ofbauð kostnaðurinn og spurði
hvað viðgerð hefði tekið langan tíma og fékk það svar að það
hafi verið ca. klst. Á reikningi eru tilgreindar 2 einingar v/hreinsunar
@ kr. 3.205,- án VSK. Einingin er þá trúlega 30 mín. Vinnustundin
leggst þá á u.þ.b. kr. 8.000,- með VSK. Annar kostnaður s.s.
prófun með mælitækjum og hreinsiefni kostaði ca. kr. 1.200,- með VSK
Viðgerðarmaðurinn kvað þá vera að hugsa um að
hækka gjaldið,
það væri bara ekki komið til framkvæmda. Mér varð að orði að ég
hefði ekki lagt fyrir mig rétt nám til að græða peninga, en það
væri orðið of seint á gamals aldri að breyta til. Ég þætti okrari
ef ég setti upp svona hátt gjald fyrir mína sérfræðikunnáttu. Vélin
virkar, en ég vil benda öðrum á að kanna vel fyrirfram hvað viðgerð
hjá BECO gæti hugsanlega kostað. Með kveðju, Páll Ólafsson,

7 ummæli:

  1. Þetta er líklega okur en er samt ekki viss.

    8.000 kr. vinna á klst. er nefnilega mjög hátt gjald en ekki sé það miðað við aðra verkstæðiþjónustu sem er á svipuðum gæðastandard og Beco er (Beco er á toppnum hvað varðar viðgerðir á myndavéladóti).

    Prófaðu t.d. að ath. hvað bifvélavirki á MJÖG góðu verkstæði kostar. Eða rafvirki, málari og pípari. Kanna kannski líka hvað það kosti að láta gera við sjónvarpstæki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni eða Öreind. Ég held að 8.000 kr. fyrir klst. sé býsna mikið bara standard í þessu.

    Einhvern tímann borgaði ég 4.000 kr. sléttar fyrir hálftímann hjá Heklu fyrir bílinn minn.

    SvaraEyða
  2. Dýrt er þetta en ef þú m.v. það að herraklipping sem tekur 20 mín kostar um 4000 kr þá er þetta nú ekki svo mikið.

    SvaraEyða
  3. Átti myndavélin ekki að vera í ábyrgð?

    SvaraEyða
  4. Í færslunni kemur fram að það hafi "hreinsun" átt sér stað.

    Væntanlega ryk/sandur eða eitthvað álíka komist í vélina og því ekki um ábyrgðamál að ræða, býst ég við.

    SvaraEyða
  5. Mér finnst þetta bara ekkert dýrt ef starfsmaðurinn þurfti virkilega að eyða klukkutíma í vinnu við þetta. Það er þó annað mál hvort sú var raunin.

    SvaraEyða
  6. Merkilegt hvað alltaf er hægt að kvarta yfir því að þurfa að borga fyrir viðgerð á hlutum sem eigandi skemmir sjálfur...

    SvaraEyða
  7. Þú færð hvergi betri þjónustu en í Beco og þeir eru snillingarnir á þessu sviði..

    Startgjald er algjör must þar sem fólk myndi líklegast ekki sækja hlut sem hefði kannski verið dæmdur ónýtur.

    8000kr á tímann er bara allt í lagi.

    Opin Kerfi rukka tæpan 10.00ökr á tímann fyrir tölvuviðgerðir.

    Beco hreinsar t,d sensor fyrir mig reglulega í myndavélinni minni og rukkar 3600kr fyrir það.
    Ég myndi fara þangað þó það myndi kosta 10.000kr.

    Persónuleg og góð þjónusta, og þeir vita nákivæmlega hvað þeir eru að gera.


    Kv Ingib

    SvaraEyða