miðvikudagur, 3. júní 2009

GS varahlutir bjarga deginum

Við skoðun á bíl mínum, Hondu CRV, kom í ljós að báðir afturdempararnir voru ónýtir. Ég hringdi í GS varahluti þar sem stk kostaði 11.400 kr, en ég fékk báða á 21.000 með öryrkjaafslætti. Ég hafði líka hringt í N1 (áður Bílanaust) og þar kostaði 27 eða 29 þúsund STYKKIÐ! Ég lagði nú ekki einu sinni í að hringja í umboðið. Ég vil því eindregið mæla með GS varahlutum, Bíldshöfða 14. Þeir fá tíu plús í einkunn hjá mér!
Sófanías

1 ummæli:

  1. Ég gæti ekki verið meira sammála þessu, ég hef rekið mig á að þeir eru ódýrari en allir aðrir með varahluti í Fiat Stilo sem ég á t.d handbremsu barkar, spyrnu, fóðringar í spyrnu, háspennukefli. Svo er snilldin við þá að þeir panta alltaf á fimmtudögum og vörurnar eru komnar á mánudegi eða þriðjudegi. Þetta bregst ekki hjá þeim og þeir fá líka 10+ í einkunn hjá mér.
    Ómar Orri

    SvaraEyða