mánudagur, 29. júní 2009

American Húmbúkk

Ég gerði þau mistök um daginn að láta blekkast til að fá mér American Express greiðslukort, aðallega vegna svokallaðrar punktasöfnunar erlendis. Nú hef ég hins vegar reynt að greiða með kortinu í þremur Evrópulöndum (DK, DE, CH) en hvergi er tekið við þessari tegund korta, ekki einu sinni í hraðbönkum. Engir punktar að hafa upp úr því sem sagt.
Þá er heimasíðan www.americanexpress.is ein allsherjarblekking og samansafn villandi upplýsinga.
Hvergi er hægt að fá upplýsingar um kortagengi amex, svo korthafar geta ekki gert sér grein fyrir hvað þeir þurfa að borga fyrir þjónustu/vöru erlendis. Það er léleg afsökun að gengið sé síbreytilegt, þeim mun meiri ástæða er til að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar.
Á síðunni stendur: "Þú færð 5.000 Vildarpunkta þegar þú byrjar að nota Classic kortið." Þetta er villandi, vildarpunktarnir færast fyrst eftir mánaðamót, þegar kortareikningurinn hefur verið greiddur. Því ætti að standa: Þú færð 5.000 vildarpunkta þegar þú hefur greitt fyrsta kortareikninginn þinn.
Þá er mjög erfitt að átta sig á hvað það kostar að nota kortið, hvort sem er í búðum eða hraðbönkum, gjaldskráin er vægast sagt óskýr. Dæmi:
Skotsilfur
þóknun úttektargjald
Innanlands 3,0% lágmark 650 kr.
Erlendis 4,5% lágmark 650 kr.

Sem sagt, það er ekki auðvelt að átta sig á skilmálum þessa korts af heimasíðunni, maður verður bara að prófa og komast að því af eigin raun, hvurslags húmbúkk þetta er.

Kveðja
Anna

5 ummæli:

  1. Halda íslendingar og það sérstaklega í kreppunni að þeir fái bara margfalda vildarpunkta bara si sona jafnvel þótt að þeir þurfi að borga eitthvað hærra árgjald af kortinu án þess að það komi einhver annars kostnaður ofan á úttektir og svona? Persónulega hefði ég haldið að ef að fólk ætli sér yfir höfuð að spara að þá ætti það að gera það og sérstaklega í kreppunni að nota bara peninga og losna við færslugjöldin og þá staðreynd að það er t. ekki allstaðar tekið við American Express kortinu. Og ekki er nú ódýrt á þessum tímum að fara til útlanda jafnvel þótt það sé á punktum enda þarf síðan líka alltaf að greiða skatta og gjöld af flugfarinu.

    SvaraEyða
  2. Ég lét líka blekkjast... ég kvarta samt ekki því ég er búinn að safna jafn mörgum punktum og ég fékk á heilu ári með Platinum korti á 3 mánuðum. Skv. því sem mér skilst þá er það allt á kostnað þesara verslanna sem taka við kortinu... en ég hef samt ekki prufað að fara til útlanda ennþá :)
    Hef samt notað það með paypal og dekkar það eiginlega allar mínar þarfir fyrst að það virkar þar.

    SvaraEyða
  3. Ég hef ekki lennt í neinum vandræðum erlendis og fór einungis í einn hraðbanka sem tók ekki kortinu. Ein verslun vildi ekki taka kortið og ég var að versla fyrir talsverða upphæð þannig að ég sagði bara við þau að þá ætlaði ég bara í aðra verslun, þá vildu þau endilega taka við kortinu, gengið var líka alveg sama og á mastercard kortinu mínu munaði kannski einhverjum aurum + -

    SvaraEyða
  4. Ég fékk mér það út af því að ég var að fara til USA og það virkar þar. Og ég var mjög ánægð með það þar og það er ekkert sama hvaða kort er notað úti. Ég hef líka notað það á ameriskum netsíðum sem taka ekki íslensk kort með frábærum árangri. Það er rétt að þetta er dýrt en það er alveg þess virði þegar maður er að versla við bandaríkin

    SvaraEyða
  5. Nýkominn frá spáni og þar virkað kortið allstaðar nema í HogM enda taka þeir hvergi Amex.Þetta kort er að sjálfsögðu ekki fyrir hvern sem er heldur þá sem ferðast mikið.

    SvaraEyða