miðvikudagur, 10. júní 2009

Blekkingarleikur AmEx

Ég vildi benda á eitt sem neytandi og atvinnurekandi.
Það er auglýst grimmt að American Express sé málið, kemst út - punktasöfnun mikil,
Sölumaður hringdi og reyndi að sannfæra mig um að þetta væri málið
hann benti á mig að kostnaður færi á fyrirtækin, látum þá borga.
Það eru mjög mörg fyrirtæki að loka á Amex vegna hversu fáranlega hátt prósentu gjald/þóknun þeir eru að taka fyrir hverja færslu. Þetta veldur óþægindum fyrir neytendur.
Annað og meira atriði er það að GENGISTAFLAN hjá þeim er töluvert hærri en hjá hinum kortafyrirtækjunum, reiknaðu dæmið og þú munt sjá að þú endar með að borga fyrir ferðina útaf þessum mun.
Þetta er náttúrulega bara blekkingarleikur.
kv Gunnar

10 ummæli:

  1. Einnig er númerarunan á kortunum hjá AmEx að mér skilst einu númeri styttri en á öllum öðrum kortum. Það gerir það að verkum að svona 50% tilfella þá virkar kortið ekki þar sem posinn eða búðarkassinn þekkir ekki kortið þar sem eitt númer vantar.

    SvaraEyða
  2. Bíddu datt einhverjum í hug að þeir væru að fara að gefa þeim frítt út til útlanda :D Það er ekkert til sem heitir frítt í fyrirtækjarekstri.

    Ég hef heyrt að þeir taki hátt í 10% af vöruverði í þóknun. Maður á að byrja að spyrja fyrirtæki takiði American Express kort? Nú ok ef ég borga með pening fæ ég þá ekki 10% afslátt?

    SvaraEyða
  3. Sko nei það er ekkert frítt... færslugjöldin eru um 4% á þessum kortum.
    Ég er með fyrirtæki og vil ekki þessi kort. Sem betur fer eru ekki nema örfáir sem nota þau.
    en þú getur reiknað. af hverjum seldu vöru sem kostar 1000 fer 40 kr beint í kortaþjónustuna. svo á eftir að borga 24,5% skatt af þjónustunni( ef það eru ekki matvörur) svo vöruna sjálfa. Laun og leigu...þannig að þetta er satt þetta er RÁN.
    Svo vil ég líka benda á það að fólk er að setja hér inn og skrifa um OKUR og það er alveg óþolandi að fá leiðinleg komment frá fólkinu sem svara.
    kv Kata.

    SvaraEyða
  4. Það er nú einu sinni þannig að sumir fatta bara ekki að sumt er okurdæmi og annað ekki svo einfallt er það nú og ekkert að því að benda fólki á það.

    SvaraEyða
  5. Kata ég sé engin leiðinleg comment? Allavega engu beint illa að neinum.

    SvaraEyða
  6. Kæri Gunnar,

    Það er ekki sami aðili sem gefur út American Express kortin (Kreditkort) og sér um að semja við söluaðila um að taka við þeim (Borgun). Það er því ekki undir American Express komið hvaða gjald er tekið af söluaðilunum og gjaldið rennur ekki til Kreditkorts. Skv. upplýsingum frá Borgun skýrist munurinn sem þú nefnir fyrst og fremst af því að korthafar American Express séu yfirleitt að kaupa fyrir hærri upphæðir en korthafar annarra korta og því sé það hagur söluaðila að taka við þeim, þrátt fyrir að þeir greiði hærra gjald til Borgunar. Samningar við söluaðila hafa gengið framan vonum og móttaka American Express korta er sem betur fer orðin almenn á Íslandi, enda korthafar hátt í 20.000. Og eins og kemur réttilega fram hjá þér, þá greiða korthafarnir sjálfir engin færslugjöld. Þessi samkeppni sem skapast hefur með tilkomu þriðja kortafyrirtækisins gagnast vonandi öllum neytendum.

    Varðandi það sem þú segir um gengistöfluna þá er það ekki alls kostar rétt. Gengið er ákveðið mörgum sinnum á dag af aðalskrifstofu American Express og stenst fyllilega samanburð við gengisskráningu Visa og Mastercard. Þetta fer eftir þróun á gjaldeyrismarkaði og þar af leiðir að gengið er til skiptis örlítið lægra eða örlítið hærra í samanburði á milli korta. Ég býð þér annars að koma og hitta mig til að reikna út hvaða kort er hagstæðast fyrir þig. Við stöndum fyllilega við allt sem fram kemur í auglýsingum okkar og það er fjölmargt við eiginleika American Express kortanna sem gefur þeim skýrt forskot á keppinautana. Endilega hafðu samband við mig.

    Með góðri kveðju,
    Sigfríð Eik Arnardóttir, markaðsstjóri Kreditkorts

    SvaraEyða
  7. Þeir rukka fyrirtækin um hærra gjald til þess að ég fái meira fyrir minna... hmm sounds good to me!!

    SvaraEyða
  8. Ég hlusta ekki á svona vitleysu að kúnni borgi ekki krónu. Fyrirtækin þurfa auðvitað að hækka verð vörunnar eftir þessu.

    Hálfgerður aukaskattur sem fer bara ekki í rískiskassann...

    SvaraEyða
  9. Ég var að segja upp AE kortinu mínu beinlínis af því að ég sá hve mikið þeir taka í þóknun. Ég hálfskammaðist mín fyrir að taka þetta kort upp eftir að ég attaði mig á okrinu þeirra. Auðvitað er það okkar og allra hagur að sá sem við verslum við þurfi ekki að borga of mikið.

    Ég á varla orð yfir yfirlýsingar Sigfríðar hér að framan. Þau fela að sjálfsögðu í sér okur, það er verið að okra á söluaðilunum. Og að bjóðast til að fá korthafa í heimsókn til að reika út hvað sé hagstæðast fyrir hann, og horfa alveg framhjá söluaðilanum lýsir bara lélegu viðskiptasiðferði.

    Ég skora á alla að segja þessum kortum upp. Það er sáralítill hagnaður af að hafa þessi kort og bæði munar litlu á punktasöfnun, árgjaldi og tryggingum.

    Kristján Jónasson

    SvaraEyða
  10. Ég var að fá mér American Express kort eftir að hafa verið með gullkort hjá Kaupþingi. Er að fá nákvæmlega sömu ferðatryggingar og 10 í stað 3 punkta fyrir hvern 1000 kall. Svo borga ég lægra ársgjald, þannig að ég er bara sáttur!

    SvaraEyða