fimmtudagur, 18. júní 2009

Dýrt í Nesti

Ég hef aldrei skrifað þér en finnst ég knúinn til þess núna. Oft á tíðum þá
kemur maður við í verslunum N1 Nesti og grípur með sér mat í fljótfærni. Núna
áðan kom ég þar við og ætlaði mér að versla Kristal Plús rauðan og mér til
skelfingar þá ætlaði afgreiðsludaman að rukka mig um 435kr, já 435kr. fyrir 2
lítra af rauðum Kristal plús, þá varð mér nóg boðið.
Eftir að hafa gert verðkönnun (ekki ítarlega bara svona einsog fólk gerir) þá
kom það í ljós að oftar en ekki þá voru verslanir Nestis dýrari en 10-11 sem ég
hef hingað til forðast að versla við vegna verðmunar. Það er klárt mál að
framvegis þá legg ég leið mína þangað frekar en að versla við N1.
p.s. ég keypti skonsupakka þar á um 240kr en borgaði svo um 150kr. fyrir sama
pakka í Hagkaupum
kv.
HjaltiVignis

3 ummæli:

  1. :-)
    Búinn að boycutta N1 í ca 2 ár vegna lélegrar þjónustu og okurs í ofanálag. Mætti þar ótrúlega miklum hroka þegar ég keypti vitlausa tegund af Esso olíu og ætlaði að skipta klukkutíma síðar þegar ég áttaði mig, en það var ekki hægt.

    SvaraEyða
  2. Hef ekki verslað við N1 frá því áður en það var stofnað og hét þá Esso.
    Af hverju er fólk að versla við olíusamráðsmenn?

    Björn I

    SvaraEyða
  3. Fæst ekki Kristall plús hjá lágvöruverslum Bónus og Krónu?

    SvaraEyða