Ég var með American express kort sem ég sagði upp í lok september og
greiddi upp alla skuldina á því. Ég fékk það staðfest þrisvar frá
þjónustufulltrúa Borgunar að skuldin væri uppgreidd.
Um síðustu mánaðarmót fæ ég reikning með vöxtum og uppgjörs og
úrvinnslugjaldi.
Bíddu þú átt eftir að heyra besta partinn. Í dag kemur svo annar
reikningur frá þeim sem hljóðar svo:
vextir 4 kr Uppgjörs og úrvinnslugjald 551 kr
Var ekki búið að taka fyrir það að fyrirtæki mættu rukka þetta seðilgjald?
Það kemur allavega ekki til mála að ég borgi þetta. Enda hringdi ég í
þjónustuver Borgunar í dag til að kvarta undan þessu og segja jafnframt að
ég myndi ekki greiða þetta.
Svarið sem ég fæ var á þessa leið:
ja, ég ræð því ekki. Ég verð bara að senda beiðni uppí bókhaldið og þær
svara þér svo með sms-i seinna í dag.
Ég: já ég ætla ekki að borga þetta.
Kelling: því miður en ég get engu svarað, bíddu bara eftir sms-inu.
Að því loknu er skellt á.
Ekkert svar hef ég fengið ennþá. En mér finnst þetta voða skrýtin
vinnubrögð og bera vott um græðgi og algjört siðleysi.
Nafnleynd.
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
föstudagur, 27. nóvember 2009
Könnun á verði harðra diska
Ég hef stöku sinnum verið að lesa Okursíðuna og finnst þetta frábært framtak. Nú vill svo til ég var að spá að versla mér harðan disk í tölvuna mína og athugaði verðin á vaktin.is-sem er einn hlekkur á Neytendaslóð. Þar eru verðin reyndar eitthvað gömul og ákvað að gera nýja könnun á verðum 3,5 Sata-2 diskum. Tek fram að þetta er svona óformlegt, enda viðvaningur í þessu á ferð-en ég er búinn að fara nokkrum sinnum yfir þetta og sýnist verð þarna rétt og í lagi. Datt kannski í hug þetta kæmi einhverjum að gagni og það væri mér mikill heiður ef sett yrði ein færsla, eða hlekkur inn á þetta einhvers staðar. Þá vantaði reyndar líka að setja inn buy.is á vaktinni - þetta er síða sem ég var bara rekast á fyrir tilviljun og athugaði hana-vill svo til að póstsending kostar ekkert. En takk fyrir Okursíðuna og gangi henni vel.
Slóð á könnun:
http://arkimedes.org/konnun.htm
M. Ólafsson
Slóð á könnun:
http://arkimedes.org/konnun.htm
M. Ólafsson
Bitur reynsla út Bakarameistaranum
Ég verð bara að deila biturri reynslu sem ég varð fyrir hjá þekktri okurbúllu, nefnilega Bakarameistaranum í Mjóddinni.
Mikill kaffiþorsti varð skynseminni ofursterkari og ég kom við þar til að versla mér tvo tvöfalda macchiato.
Þetta voru sannarlega amatöra-macchiatoar, sú sem afgreiddi mig lenti í mesta basli við að freyða mjólkina og fékk loks starfssystur sína til að taka við. Þá var espressoinn búinn að bíða í take-away bollanum í tíu mínútur. Sú seinni náði loks tökum á freyðingunni og eftir kortersbið voru macchiatoarnir tilbúnir, kaldur espresso með rosalega mikilli freyddri mjólk.
Þá var komið að því að borga. „1190 krónur“ sagði stelpan. Ég leiðrétti hana og sagði að ég hefði bara verið með kaffi...
„Já, það kostar 1190 krónur. Það er líka alveg hellings vinna að búa svona til.“
Mér svíður enn í veskið.
Kveðja,
Sandra
Mikill kaffiþorsti varð skynseminni ofursterkari og ég kom við þar til að versla mér tvo tvöfalda macchiato.
Þetta voru sannarlega amatöra-macchiatoar, sú sem afgreiddi mig lenti í mesta basli við að freyða mjólkina og fékk loks starfssystur sína til að taka við. Þá var espressoinn búinn að bíða í take-away bollanum í tíu mínútur. Sú seinni náði loks tökum á freyðingunni og eftir kortersbið voru macchiatoarnir tilbúnir, kaldur espresso með rosalega mikilli freyddri mjólk.
Þá var komið að því að borga. „1190 krónur“ sagði stelpan. Ég leiðrétti hana og sagði að ég hefði bara verið með kaffi...
„Já, það kostar 1190 krónur. Það er líka alveg hellings vinna að búa svona til.“
Mér svíður enn í veskið.
Kveðja,
Sandra
mánudagur, 23. nóvember 2009
Krúa Thai dalar
Halló, ég hef verið fastakúnni á Krua Thai í nokkur ár. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna, verði og matinn. Hann hefur verið vel útilátinn og mjög góður á mjög sanngjörnu verði.
Sérstaklega hef ég verið ánægður með staðinn í Tryggvagötu.
Þó verðið hafi farið hækkandi um einn og einn hundraðkall síðan ég byrjaði að versla hef ég þó haldið tryggð við staðinn þar sem ég hef verið það ánægður með matinn og þó að skammtastærðirnar og gæði og fjöldi kjúlingabita í réttunum hafi verið mismunandi var ég ekkert að kippa mér upp við það því verðið var svo gott.
Nú er verðið komið upp í 1400 kr fyrir núðlurétt og ennþá gæði réttanna mismunandi dag frá degi og ef eitthvað er hafa skammtastærðirnar minnkað líka.
Mér finnst nú bara að þegar verðið er komið upp í 1400 kr fyrir réttinn þá eigi magnið og gæðin að vera skilyrðislaust þau sömu og þau hafa verið í gegnum árin.
Ég er líka síður tilbúinn til að láta það gott heita þótt kjúklingabitarnir séu færri og góðu bitarnir ekki eins margir þegar verðið er orðið 1400 kr.
Staðreyndin er sú að ég er farinn að fara mun sjaldnar á Krua Thai bæði í Tryggvagötu og Bæjarlind vegna þessa og meira að segja farinn að velja frekar aðra staði en Krua Thai þegar ég er í nágrenninu.
Mér finnst þetta mjög miður þar sem ég hef verið tíður gestur og aðdáandi staðarins í mörg ár.
kv, Gestur
Sérstaklega hef ég verið ánægður með staðinn í Tryggvagötu.
Þó verðið hafi farið hækkandi um einn og einn hundraðkall síðan ég byrjaði að versla hef ég þó haldið tryggð við staðinn þar sem ég hef verið það ánægður með matinn og þó að skammtastærðirnar og gæði og fjöldi kjúlingabita í réttunum hafi verið mismunandi var ég ekkert að kippa mér upp við það því verðið var svo gott.
Nú er verðið komið upp í 1400 kr fyrir núðlurétt og ennþá gæði réttanna mismunandi dag frá degi og ef eitthvað er hafa skammtastærðirnar minnkað líka.
Mér finnst nú bara að þegar verðið er komið upp í 1400 kr fyrir réttinn þá eigi magnið og gæðin að vera skilyrðislaust þau sömu og þau hafa verið í gegnum árin.
Ég er líka síður tilbúinn til að láta það gott heita þótt kjúklingabitarnir séu færri og góðu bitarnir ekki eins margir þegar verðið er orðið 1400 kr.
Staðreyndin er sú að ég er farinn að fara mun sjaldnar á Krua Thai bæði í Tryggvagötu og Bæjarlind vegna þessa og meira að segja farinn að velja frekar aðra staði en Krua Thai þegar ég er í nágrenninu.
Mér finnst þetta mjög miður þar sem ég hef verið tíður gestur og aðdáandi staðarins í mörg ár.
kv, Gestur
Dýrara í Fríhöfn en Bónus
Ég vil benda á okurverð á sælgæti í fríhöfninni m.v. verslanarnir í landinu.
Það er alveg með ólikindum að borga meira fyrir sælgæti í fríhöfninni þar sem eru hvorki VSK eða vörugjöld en í almennri verslun.
Ég keypti Mackintosh box, 675 gr í fríhöfninni sem kostar 1.999 kr (ennþá svona skv. vefsíðu þeirra) en ég sé í Bónus auglýsingu í morgun að Mackintosh box, 1,1 kiló kostar 1.598 kr hjá þeim.
Mér finnst að það sé svindlað á neytendum sem hugsa að það er auðvitað ódýrara í fríhöfninni þar sem það er „tax-free“. En svo er það ekki í raun. Það væri fróðlegt að reikna hvað þau setja mikla álagningu á þessar vörur.
Mér finnst rétt að birta þetta til að vekja athygli landsmanna á þessum neytandasvikum!
Takk,
Caroline
Það er alveg með ólikindum að borga meira fyrir sælgæti í fríhöfninni þar sem eru hvorki VSK eða vörugjöld en í almennri verslun.
Ég keypti Mackintosh box, 675 gr í fríhöfninni sem kostar 1.999 kr (ennþá svona skv. vefsíðu þeirra) en ég sé í Bónus auglýsingu í morgun að Mackintosh box, 1,1 kiló kostar 1.598 kr hjá þeim.
Mér finnst að það sé svindlað á neytendum sem hugsa að það er auðvitað ódýrara í fríhöfninni þar sem það er „tax-free“. En svo er það ekki í raun. Það væri fróðlegt að reikna hvað þau setja mikla álagningu á þessar vörur.
Mér finnst rétt að birta þetta til að vekja athygli landsmanna á þessum neytandasvikum!
Takk,
Caroline
fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Gerið samanburð á íþróttavörum
Komið sæl, mig langar að koma þessar ábendingu á framfæri við landsmenn.
Stórfyrirtækið Intersport í eigu Byko ofl stórra aðila hafa undanfarin ár auglýst sig sem ódýrari valkost í íþróttavörum með slagorðunum Merkjavara á betra verði og 100% verðvernd.
Þetta hafa þeir eitt gríðarlegum fjármunum í að auglýsa sig upp, hvort sem er í sjónvarpinu, dagblöðum, bæklinum sendum heim og á netinu. En þessir aðilar í skjóli stærðarinnar geta leyft sér svona herferðir þar sem Intersport og síðan Útilíf í eigu Haga er lang lang stærstu aðilarnir á íþróttavöru markaðnum.
En 100% verðvernd virkar þannig að þeir setja alla ábyrgð á viðskiptavininn, þannig að þú verslar þér Nike peysu þar á gefum okkur að hún kosti 14.000 kr og eftir að þú gerðir þau kaup þá ferðu á stjá og skoðar aðrar verslanir og finnur sömu peysu í annari verslun á 11500 kr, þá þarftu að fara til verslunarinnar og fá kvittum fyrir því að þessi peysa kosti 11500 kr í þessari verslun og sé ekki á tilboði og fara með þá kvittun uppí intersport þar sem þú verslaðir peysuna og fá mismuninn endurgreiddan.
Það sem mér fynnst rangt við þessa aðferð er að í besta falli fer 1 af hverjum 40 viðskiptavinum í þennan leiðangur eftir að hafa verslað vöru og að með þessari auglýsinga herferð sinni er ótrúlegur fjöldi fólks sem fer bara í Intersport í leit að vörum með það í huga að þeir séu að gera betri kaup og skoða ekki aðra valmöguleika.
Ég hef verið starfsmaður í íþróttavöru verslun undanfarin ár og með þessu bréfi er ég ekki að auglýsa upp verslunina sem ég starfa hjá og algerlega óþarfi að nafngreina hana í þessu tilfelli, heldur vil ég benda fólki á að skoða fleiri valkosti þegar versla á íþróttavörur og merki því það sem ég hef komist að undanfarin 2 og hálft ár sem ég hef verið að fylgjast með þessu, hef verið sendur í verðkannanir í Intersport reglulega á þessum tíma er að verðin hafa undantekningalaust verið sambærileg EÐA Intersport hefur verið allt að 30% dýrari. Sérstaklega eftir hrunið í fyrra tók ég eftir þessu, um fyrsta árið voru öll verð mjög sambærileg, og ef Intersport var ódýrari sem gerðist mun sjaldnar en fólk almennt heldur þá munaði aldrei meira en 100-700 kr en oft líka var verslunin sem ég starfa hjá með ódýrari vöru.
En það sem hefur gerst undanfarið ár eftir hrunið er að ég hef enn ekki fundið eina einustu vöru sem hefur verið ódýrari í Intersport heldur en í öðrum sambærilegum verslunum og oftar en hitt hafa þeir sérstaklega undanfarið ár verið allt að 30% dýrari plús að vera með eldri vöru, og þetta get ég staðhæft.
En aðal atriði þessa bréfs er að neytendur séu meðvitaðir og láti ekki plata sig og gera bara ráð fyrir því að þeir séu að gera góð kaup í Intersport af því þeir eru alltaf ódýrastir, því það er langt frá því og bara PR vélin sem er að malla fyrir þá að þú heldur það. Farið á fleiri staði og skoðið verðin það skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega núna fyrir jólin þegar maður þarf að passa uppá budduna!
Kv,
Ólafur
Stórfyrirtækið Intersport í eigu Byko ofl stórra aðila hafa undanfarin ár auglýst sig sem ódýrari valkost í íþróttavörum með slagorðunum Merkjavara á betra verði og 100% verðvernd.
Þetta hafa þeir eitt gríðarlegum fjármunum í að auglýsa sig upp, hvort sem er í sjónvarpinu, dagblöðum, bæklinum sendum heim og á netinu. En þessir aðilar í skjóli stærðarinnar geta leyft sér svona herferðir þar sem Intersport og síðan Útilíf í eigu Haga er lang lang stærstu aðilarnir á íþróttavöru markaðnum.
En 100% verðvernd virkar þannig að þeir setja alla ábyrgð á viðskiptavininn, þannig að þú verslar þér Nike peysu þar á gefum okkur að hún kosti 14.000 kr og eftir að þú gerðir þau kaup þá ferðu á stjá og skoðar aðrar verslanir og finnur sömu peysu í annari verslun á 11500 kr, þá þarftu að fara til verslunarinnar og fá kvittum fyrir því að þessi peysa kosti 11500 kr í þessari verslun og sé ekki á tilboði og fara með þá kvittun uppí intersport þar sem þú verslaðir peysuna og fá mismuninn endurgreiddan.
Það sem mér fynnst rangt við þessa aðferð er að í besta falli fer 1 af hverjum 40 viðskiptavinum í þennan leiðangur eftir að hafa verslað vöru og að með þessari auglýsinga herferð sinni er ótrúlegur fjöldi fólks sem fer bara í Intersport í leit að vörum með það í huga að þeir séu að gera betri kaup og skoða ekki aðra valmöguleika.
Ég hef verið starfsmaður í íþróttavöru verslun undanfarin ár og með þessu bréfi er ég ekki að auglýsa upp verslunina sem ég starfa hjá og algerlega óþarfi að nafngreina hana í þessu tilfelli, heldur vil ég benda fólki á að skoða fleiri valkosti þegar versla á íþróttavörur og merki því það sem ég hef komist að undanfarin 2 og hálft ár sem ég hef verið að fylgjast með þessu, hef verið sendur í verðkannanir í Intersport reglulega á þessum tíma er að verðin hafa undantekningalaust verið sambærileg EÐA Intersport hefur verið allt að 30% dýrari. Sérstaklega eftir hrunið í fyrra tók ég eftir þessu, um fyrsta árið voru öll verð mjög sambærileg, og ef Intersport var ódýrari sem gerðist mun sjaldnar en fólk almennt heldur þá munaði aldrei meira en 100-700 kr en oft líka var verslunin sem ég starfa hjá með ódýrari vöru.
En það sem hefur gerst undanfarið ár eftir hrunið er að ég hef enn ekki fundið eina einustu vöru sem hefur verið ódýrari í Intersport heldur en í öðrum sambærilegum verslunum og oftar en hitt hafa þeir sérstaklega undanfarið ár verið allt að 30% dýrari plús að vera með eldri vöru, og þetta get ég staðhæft.
En aðal atriði þessa bréfs er að neytendur séu meðvitaðir og láti ekki plata sig og gera bara ráð fyrir því að þeir séu að gera góð kaup í Intersport af því þeir eru alltaf ódýrastir, því það er langt frá því og bara PR vélin sem er að malla fyrir þá að þú heldur það. Farið á fleiri staði og skoðið verðin það skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega núna fyrir jólin þegar maður þarf að passa uppá budduna!
Kv,
Ólafur
miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Ekki sáttur við Dýraríkið
Það er eitt sem ég ætlaði nú alltaf að skrifa um hérna en hreinlega bara gleymdi.
Þar sem jólin koma senn þá rifjast þetta upp fyrir mér.
Þarsíðustu jól (jólin 2007) í desember fór ég í dýraríkið og ætlaði að fá mér páfagauk, þar sem ég hafði átt fugl áður og átti búr þá ákvað ég að gera búrið bara alveg klárt heima og raðaði öllu í það. Matardöllum, vatnsdöllum og leikföngum áður en ég lagði af stað til að kaupa fuglinn til þess að láta greyið nú ekki bíða í pappakassa á meðan búrið væri að verða klárt.
Mætti svo í dýraríkið og ætlaði að fá mér fugl en fékk þá þær upplýsingar að í desember væri ekki hægt að kaupa nein gæludýr nema kaupa búr og fylgihluti með og að þetta væri bara regla í desember.
Hvað er að liðinu sem stjórnar þarna, þeir eru stórlega búnir að tapa á þessu því núna síðustu 2 ár hef ég bara sagt fólki sem ég þekki sem er að fara að fá sér gæludýr að sniðganga dýraríkið vegna svakalegrar græðgi í þeim sem þar stjórna. Að þvinga fólk til þess að kaupa sér búr með öllum gæludýrum bara af því að það var desember!
Desember 2007 var líka í síðasta skipti sem ég fór þarna inn og ætla mér aldrei þangað aftur og hef svo sannarlega staðið við það.
Hef líka alveg látið vini og kunningja vita af þessu sem blöskruðu þessi græðgi í þeim sem reka dýraríkið.
Fór vitaskuld bara í aðra gæludýrabúð og fann æðislegan páfagauk þar, læt sko ekki fégráðugt fólk þvinga mig til þess að kaupa búr af því það sé desember.
Fyrir utan það hvað allt er dýrt þarna, þessi búð ætti að heita Dýraokrið en ekki dýraríkið.
Ætlaði að vera búinn að láta vita af þessu fyrir lifandis löngu en bara gleymdi því.
Kveðja,
Páfagaukaeigandi
Þar sem jólin koma senn þá rifjast þetta upp fyrir mér.
Þarsíðustu jól (jólin 2007) í desember fór ég í dýraríkið og ætlaði að fá mér páfagauk, þar sem ég hafði átt fugl áður og átti búr þá ákvað ég að gera búrið bara alveg klárt heima og raðaði öllu í það. Matardöllum, vatnsdöllum og leikföngum áður en ég lagði af stað til að kaupa fuglinn til þess að láta greyið nú ekki bíða í pappakassa á meðan búrið væri að verða klárt.
Mætti svo í dýraríkið og ætlaði að fá mér fugl en fékk þá þær upplýsingar að í desember væri ekki hægt að kaupa nein gæludýr nema kaupa búr og fylgihluti með og að þetta væri bara regla í desember.
Hvað er að liðinu sem stjórnar þarna, þeir eru stórlega búnir að tapa á þessu því núna síðustu 2 ár hef ég bara sagt fólki sem ég þekki sem er að fara að fá sér gæludýr að sniðganga dýraríkið vegna svakalegrar græðgi í þeim sem þar stjórna. Að þvinga fólk til þess að kaupa sér búr með öllum gæludýrum bara af því að það var desember!
Desember 2007 var líka í síðasta skipti sem ég fór þarna inn og ætla mér aldrei þangað aftur og hef svo sannarlega staðið við það.
Hef líka alveg látið vini og kunningja vita af þessu sem blöskruðu þessi græðgi í þeim sem reka dýraríkið.
Fór vitaskuld bara í aðra gæludýrabúð og fann æðislegan páfagauk þar, læt sko ekki fégráðugt fólk þvinga mig til þess að kaupa búr af því það sé desember.
Fyrir utan það hvað allt er dýrt þarna, þessi búð ætti að heita Dýraokrið en ekki dýraríkið.
Ætlaði að vera búinn að láta vita af þessu fyrir lifandis löngu en bara gleymdi því.
Kveðja,
Páfagaukaeigandi
þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Okur í Lyfjavali, Mjódd
Ég vil koma á framfæri því sem ég tel gróft okur hjá apótekinu Lyfjavali í Mjódd. Lyfjaval hefur státað sig af því að vera ódýrir en í þessum tilfellum var það sko alls ekki svo.
Dæmi 1: Medela frystipokar fyrir brjóstamjólk, 20 stk. Pakkinn kostar 4200 í Lyfjavali en 2925 í versluninni Móðurást.
Dæmi 2: Nuk peli, 300ml. Pelinn kostar 1490 í Lyfjavali en 920 í Nettó (sem er einmitt hinum megin við ganginn frá Lyfjavali í Mjódd).
Dæmi 1: Medela frystipokar fyrir brjóstamjólk, 20 stk. Pakkinn kostar 4200 í Lyfjavali en 2925 í versluninni Móðurást.
Dæmi 2: Nuk peli, 300ml. Pelinn kostar 1490 í Lyfjavali en 920 í Nettó (sem er einmitt hinum megin við ganginn frá Lyfjavali í Mjódd).
Okurbúllan Hagkaup
Vildi vekja athygli á okurbúllunni Hagkaupum. Þeir eru núna að selja vorlauk (innfluttan frá BNA) á tæpar 2000 krónur kílóið. Svo þykir það fréttnæmt að kílóverð á á fiski á fiskmörkuðum sé í hæstu hæðum og meðalverð í október hafi verið tæpar 278 krónur! Ég sé ekki betur en hérna sé komin lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar: Garðyrkjubændur ættu að stökkva á þetta og byrja að rækta vorlauk til útflutnings - við værum ekki lengi að greiða upp skuldir þjóðarinnar miðað við þetta verð sem Hagkaup býður. Annars er smásöluverð á 120 g búnti af vorlauk í Bretlandi á 1300 krónur en þó virðist þessi verðlagning Hagkaupa algerlega út úr kortinu. Læt hér fylgja með tengil inn á breska heimasíðu (http://www.mysupermarket.co.uk/Shopping/FindProducts.aspx?Query=spring+onions) - það fer að verða spurning hvort ekki borgi sig að panta sitt grænmeti beint frá Bretlandi til að sleppa við okrið hér heima. Ég er líka viss um að gæði þess grænmetis eru miklu betri en þess svínafóðurs sem íslenskum innflytjendum þóknast að bjóða aumum Íslendingum. En þjóðin vandist snemma á maðkað mjöl og þótti barasta gott og því kannski engin ástæða til að gera miklar breytingar þar á.
En þar fyrir utan má vara sig stórlega á Hagkaupum: Ég keypti þar í sumar 150 g af furuhnetum, innfluttum frá Hollandi í loftþéttum umbúðum. Ég þurfti að nota 100 g í rétt sem ég ætlaði að hafa en þegar ég vigtaði úr pakkanum voru ekki nema 98 g í honum. Ég hringdi í Hagkaup og fékk uppgefið póstfang hjá innkaupastjóra og lét hann vita - hann hafði aldrei fyrir því að svara mér. Nokkrum vikum seinna tók ég eftir að búið var að breyta merkingum á umbúðunum og nú stóð að þær innihéldu 100 g. Ég brá nokkrum pökkum á vogina í greinmetisdeildinni í Hagkaupum og viti menn, þar voru nokkrir pakkar sem vigtuðu innan við 100 g (með umbúðum!). Ég vil skora á fólk að láta ekki Hagkaup komast upp með svona helvítins glæpamennsku og vigta þessar innfluttu vörur á voginni í grænmetisborðinu og staðfesta þannig magnið áður en það greiðir á kassanum.
Jón
En þar fyrir utan má vara sig stórlega á Hagkaupum: Ég keypti þar í sumar 150 g af furuhnetum, innfluttum frá Hollandi í loftþéttum umbúðum. Ég þurfti að nota 100 g í rétt sem ég ætlaði að hafa en þegar ég vigtaði úr pakkanum voru ekki nema 98 g í honum. Ég hringdi í Hagkaup og fékk uppgefið póstfang hjá innkaupastjóra og lét hann vita - hann hafði aldrei fyrir því að svara mér. Nokkrum vikum seinna tók ég eftir að búið var að breyta merkingum á umbúðunum og nú stóð að þær innihéldu 100 g. Ég brá nokkrum pökkum á vogina í greinmetisdeildinni í Hagkaupum og viti menn, þar voru nokkrir pakkar sem vigtuðu innan við 100 g (með umbúðum!). Ég vil skora á fólk að láta ekki Hagkaup komast upp með svona helvítins glæpamennsku og vigta þessar innfluttu vörur á voginni í grænmetisborðinu og staðfesta þannig magnið áður en það greiðir á kassanum.
Jón
mánudagur, 9. nóvember 2009
Viðskiptavinir sviptir skilarétti í IKEA
Ég fór í IKEA og verslaði stól, stóllinn kostaði 2690,- Þegar heim er komið og umbúðirnar fjarlægðar sé ég að stóllinn er brotinn. Ég fer daginn eftir í IKEA til að fá stólnum skipt en fæ þar að vita að ég enungis get skipt stólnum ef ég gef upp kennitölu. Ég er með kvittun sem sýnir að ég keypti stólin deginum áður og ég er með stólinn sem er greinilega gallaður, það ætti að vera nóg. Þrátt fyrir að ég tala við “yfirmann” sem var útlendingur sem talaði góða íslensku fæ ég ekki að skipta stól sem kostar 2700 nema ef ég uppgef kennitölu.
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm
Hrósar Zöru
Ég vil hrósa versluninni Zöru fyrir að endurgreiða vöru í stað þess að gera inneignarnótu.
Kv.
Gerður
Kv.
Gerður
Pizzutilboð á einum stað
Sá auglýsta á Skjá einum síðu sem heitir pizzur.is. Kíkti á síðuna og þarna eru fullt af góðum pizzutilboðum frá nokkrum pizzustöðum. Frábær síða fyrir þá sem vilja gera góð kaup á pizzum. Kom mér á óvart hvað það eru margir pizzustaðir sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.
Kveðja,
Guðmundur
Kveðja,
Guðmundur
miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Gostengt neytendaráð
Hver kannast ekki við að eiga ekki annarra kosta völ en að hella niður
heilu lítrunum af goslausu kóki, þar sem það er algjörlega ódrykkjarhæft
án goss?
Gott ráð við því er að kaupa nýtt kók og blanda 50 / 50 við gamla kókið.
Maður við finnur varla mun!
Friðrik Árni
heilu lítrunum af goslausu kóki, þar sem það er algjörlega ódrykkjarhæft
án goss?
Gott ráð við því er að kaupa nýtt kók og blanda 50 / 50 við gamla kókið.
Maður við finnur varla mun!
Friðrik Árni
Bara kort!
Todmobile tónleikarnir í Óperunni eru eingöngu til að njóta fyrir fólk sem notar KREDITKORT.
Ég er ein þeirra sem á bara peninga ekki kort og fékk ekki að kaupa mér miða á MIDI.IS því þau taka bara kort á þessa tónleika.
Og Óperan er ekki með neina miða til sölu á þessa tónleika.
Vonlaust fyrir fólk með peninga…og mismunun á neytendum að þvínga fólk til að nota kort!
Kv. Hrafnhildur
Ég er ein þeirra sem á bara peninga ekki kort og fékk ekki að kaupa mér miða á MIDI.IS því þau taka bara kort á þessa tónleika.
Og Óperan er ekki með neina miða til sölu á þessa tónleika.
Vonlaust fyrir fólk með peninga…og mismunun á neytendum að þvínga fólk til að nota kort!
Kv. Hrafnhildur
Hversvegna velur þú Icelandair?
Hversvegna velur þú Icelandair? er auglýst þessa dagana,þetta er svona með því ómerkilegra sem sést hefur lengi,og svarið liggur í augum uppi,vegna þess að það er ekkert annað í boði í langflestum tilfellum! Kona mér nákomin á dóttir í Amsterdam og þurfti að fara þangað með stuttum fyrirvara,og borgaði okurverð fyrir farmiða út ,en gat ekki keypt miða heim vegna þess að það réðist af aðstæðum,þegar svo kom að heimferð eftir 21 dag úti var engan miða að hafa fyrir minna en 105 þúsundkall!Málinu lauk með því að keyptur var miði báðar leiðir fyrir 64 þús og öðrum miðanum fleygt, hver skilur svona starfsemi? og gleymum því ekki að sama félagið á líka innanlandsflugið með einokun af verstu gerð,og það er rekið á eins óhagkvæman hátt og hægt er.M iði báðar leiðir Egilstaðir Reykjavík báðar leiðir kostar meira en fram og til baka Keflavík -Kaupmannahöfn! enda engin samkeppni þar og allir verða að fljúga með FÍ.
Sölvi og Inga
Sölvi og Inga
mánudagur, 2. nóvember 2009
Slöpp gæði á Nings
Við félagarnir fórum á Nings í Kópavogi og tókum matinn með okkur.
Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með gæðin á kjötinu í réttunum.
Ég panntaði rétt nr. 45 sem er lambakjöt og smakkaðist lambakjötið
eins og 2. flokks súpukjöt.
Félagi minn fékk sér rétt nr. 34 sem er kjúklingur og sagði hann réttinn
smakkast bara mjög illa og er það í annað skipti sem hann fær ekki
góðan kjúkling, eins og þetta séu afgangskjöt af leggjum og lærum.
Samtals borguðum við yfir 4000 krónur.
Vildi ég bara koma þessu að þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við fáum lélegt hráefni á þessum stað. Okkur var sagt í fyrra
skiptið að réturinn ætti að smakkast svona og við urðum að sætta okkur við
það, en ekki tvisvar sinnum í röð.
Árni Vigfús Magnússon
Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með gæðin á kjötinu í réttunum.
Ég panntaði rétt nr. 45 sem er lambakjöt og smakkaðist lambakjötið
eins og 2. flokks súpukjöt.
Félagi minn fékk sér rétt nr. 34 sem er kjúklingur og sagði hann réttinn
smakkast bara mjög illa og er það í annað skipti sem hann fær ekki
góðan kjúkling, eins og þetta séu afgangskjöt af leggjum og lærum.
Samtals borguðum við yfir 4000 krónur.
Vildi ég bara koma þessu að þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við fáum lélegt hráefni á þessum stað. Okkur var sagt í fyrra
skiptið að réturinn ætti að smakkast svona og við urðum að sætta okkur við
það, en ekki tvisvar sinnum í röð.
Árni Vigfús Magnússon
sunnudagur, 1. nóvember 2009
Seríur og perur
Ég á 12v 80 ljósa jólaseríu, það eru margar perur brotnar eða sprungnar. Ég fór í húasmiðjuna þar sem serían er keypt ætlaði að kaupa perur fann 3 í pakka vantaði verð á pakkann svo ég fór á kassann til að athuga verð. Pakkinn kostaði 599kr. Mér fannst þetta vera frekar dýrt að borga 200kr. fyrir stykkið á lítilli 12v peru (kanski er ég bara nískur). Ég fór í byko til að athuga með perur, þeir voru ekki búnir að fá perur en ég skoðaði seríur fann seríur með samskonar perum (12v 3w) 20 ljósa sería kostaði á milli 4300-4400kr og sennilega eru auka perur með seríunni. Það kostar svipað að kaupa auka perur í 3 í pakkningu eða seríu hirða perurnar og henda seríunni.
Kveðja,
Ívar
Kveðja,
Ívar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)