Komið sæl, mig langar að koma þessar ábendingu á framfæri við landsmenn.
Stórfyrirtækið Intersport í eigu Byko ofl stórra aðila hafa undanfarin ár auglýst sig sem ódýrari valkost í íþróttavörum með slagorðunum Merkjavara á betra verði og 100% verðvernd.
Þetta hafa þeir eitt gríðarlegum fjármunum í að auglýsa sig upp, hvort sem er í sjónvarpinu, dagblöðum, bæklinum sendum heim og á netinu. En þessir aðilar í skjóli stærðarinnar geta leyft sér svona herferðir þar sem Intersport og síðan Útilíf í eigu Haga er lang lang stærstu aðilarnir á íþróttavöru markaðnum.
En 100% verðvernd virkar þannig að þeir setja alla ábyrgð á viðskiptavininn, þannig að þú verslar þér Nike peysu þar á gefum okkur að hún kosti 14.000 kr og eftir að þú gerðir þau kaup þá ferðu á stjá og skoðar aðrar verslanir og finnur sömu peysu í annari verslun á 11500 kr, þá þarftu að fara til verslunarinnar og fá kvittum fyrir því að þessi peysa kosti 11500 kr í þessari verslun og sé ekki á tilboði og fara með þá kvittun uppí intersport þar sem þú verslaðir peysuna og fá mismuninn endurgreiddan.
Það sem mér fynnst rangt við þessa aðferð er að í besta falli fer 1 af hverjum 40 viðskiptavinum í þennan leiðangur eftir að hafa verslað vöru og að með þessari auglýsinga herferð sinni er ótrúlegur fjöldi fólks sem fer bara í Intersport í leit að vörum með það í huga að þeir séu að gera betri kaup og skoða ekki aðra valmöguleika.
Ég hef verið starfsmaður í íþróttavöru verslun undanfarin ár og með þessu bréfi er ég ekki að auglýsa upp verslunina sem ég starfa hjá og algerlega óþarfi að nafngreina hana í þessu tilfelli, heldur vil ég benda fólki á að skoða fleiri valkosti þegar versla á íþróttavörur og merki því það sem ég hef komist að undanfarin 2 og hálft ár sem ég hef verið að fylgjast með þessu, hef verið sendur í verðkannanir í Intersport reglulega á þessum tíma er að verðin hafa undantekningalaust verið sambærileg EÐA Intersport hefur verið allt að 30% dýrari. Sérstaklega eftir hrunið í fyrra tók ég eftir þessu, um fyrsta árið voru öll verð mjög sambærileg, og ef Intersport var ódýrari sem gerðist mun sjaldnar en fólk almennt heldur þá munaði aldrei meira en 100-700 kr en oft líka var verslunin sem ég starfa hjá með ódýrari vöru.
En það sem hefur gerst undanfarið ár eftir hrunið er að ég hef enn ekki fundið eina einustu vöru sem hefur verið ódýrari í Intersport heldur en í öðrum sambærilegum verslunum og oftar en hitt hafa þeir sérstaklega undanfarið ár verið allt að 30% dýrari plús að vera með eldri vöru, og þetta get ég staðhæft.
En aðal atriði þessa bréfs er að neytendur séu meðvitaðir og láti ekki plata sig og gera bara ráð fyrir því að þeir séu að gera góð kaup í Intersport af því þeir eru alltaf ódýrastir, því það er langt frá því og bara PR vélin sem er að malla fyrir þá að þú heldur það. Farið á fleiri staði og skoðið verðin það skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega núna fyrir jólin þegar maður þarf að passa uppá budduna!
Kv,
Ólafur