þriðjudagur, 15. september 2009

Enn um faramiðaverð hjá Iceland express (og Icelandair)

Í Fréttablaðinu bls. 2 þann 8.sept. sl. var heilsíðu auglýsing frá
Iceland Express, þar var boðið uppá fargjöld frá 14.900.oo til
Kaupmh.London,Varsjá,Friedrich.og að lokum til Alicante. Við hjónin
eigum heimboð til Alicante en höfum ekki fundið hagstætt fargjald.
Nú kom rétta auglýsingin verð frá 14.900.var nú farið á netið til að
panta ekki fannst neitt fargjald á þessu verði leitaði ég frá sept.
til loka des. ekkert undir 35.000.00 rúmlega 100% dýrara en auglýst
var.
Hringdi ég nú á söluskrifstofu Iceland Express og sagðist vilja kaupa
fargjald til Alicante á hagkvæmu verði, og spurði stúlkuna á hvaða
tíma þessu fargj. væru, svaraði hún þá þetta eru vetrafargjöld, spurði
ég því hvenær hefjast þau fór hún nú úr símanum og kom aftur eftir
nokkra stund og sagði þá þessi fargjöld gilda ekki til Alicante,
spurði ég þá hvað kosta ódýrust fargjöldin til Alicante svaraði hún þá
rúmar 35.000.oo sem sagt rúmlega 100% dýrara en auglýst var.
kveðja,
Jóhann Hákonarson

Sigríður Helga Stefánsdóttir hjá Iceland Express svarar þessu svona: Varðandi kvörtunina þá er það þannig að við erum að auglýsa haustið/veturinn núna og tökum fram að hægt sé að fá fargjöld frá kr. 14.900.- (með sköttum aðra leið) á áfangastaðina sem við auglýsum sérstaklega. Eins og þú fékkst útskýringar á um daginn (*) þá er verðið mjög misjafnt og fer eftir framboði í vélinni og því á hvaða klassa þau eru – það eru alltaf x mörg sæti á þessu verði. Eins og gefur að skilja seljast þau oftast fyrst. Þegar við auglýsum fargjöldin með verði eins og við gerðum 8.september þá förum við vandlega yfir sætaframboðið og gætum þess að það séu til fargjöld á þessu verði á þá áfangastaði, en eins og ég minntist á hér að ofan þá fara þau alltaf fyrst. Við getum ekki ábyrgst að það séu alltaf til sæti á þessu verði og því tökum við fram, að verðið sé frá 14.900.

(*) Hér er Sigríður að tala um spurningalista sem ég lagði fyrir hana og Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair. Ástæðan fyrir listanum var að ég vildi forvitnast aðeins um verðmyndun á flugmiðum hjá flugfyrirtækjunum og afhverju ekki sé hægt að hafa meira gegnsæi í þessum bransa. Þar sem hef lokið störfum sem umboðsmaður neytenda (v/ þessa) í Fréttablaðinu finnst mér allt í lagi að birta þessa óbirtu grein hér:

Neytendur: Verðstýring flugfélaga
Í frumskógi flugfarmiðaverðs


Verð á flugfarmiðum er flókið fyrirbæri og fyrir neytandann er erfitt að skilja kerfið sem liggur því til grundvallar. Ég lagði þrjár spurningar fyrir Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair og Sigríði Helgu Stefánsdóttur hjá Iceland Express til að reyna að svipta hulunni af frumskógi flugmiðaverðsins.

* Hvernig fær maður lægsta mögulega flugfarið?
Icelandair: „Almenna reglan er sú að því lengri sem fyrirvarinn er, því lægra er flugfarið. En svo eru stundum auglýst sértilboð, líkt og nú, og þá eru einnig í boði lág fargjöld. Við reynum að sýna allt sem er í boði með mjög skýrum hætti á icelandair.is - og svo er hægt að hringja í 5050100 og fá nánari upplýsingar.“
Iceland Express: „ Maður fær lægsta mögulega fargjaldið í gegnum Heita pottinn en þar er bara hægt að bóka eitt sæti í einu og bara aðra leiðina. Annars er almenna reglan sú að bóka snemma þar sem ódýrustu sætin seljast fyrst.“

* Hvernig er verðlagningu háttað? Eru í gangi mörg þrep á sömu sætum eftir því hvenær maður pantar?
Icelandair: „ Já, verðstýring flugfélaga byggir á því að ná til sem allra flestra, bæði þeirra sem fljúga vegna þess að þeir sjá lág verð auglýst, og þeirra sem eru reiðubúnir að borga meira fyrir að komast í flug á þeim tíma sem þeim hentar með stuttum fyrirvara. Einnig er mismunandi þjónusta og breytingarmöguleikar innifalin í kaupunum. Öll flugfélög í heiminum styðjast við slík kerfi, því þau auka hagkvæmni fyrir farþega og flugélögin.“
Iceland Express: „Það eru 11 verðþrep í gangi og má lýsa því með að verðið er eins og skáhallandi lína uppá við. Ódýrustu verðþrepin (eða klassarnir) bókast fyrst og eftir því sem bókast meira í vélina þá hækkar verðið.“

* Afhverju er ekki bara eitt verð sama hvenær maður pantar?

Icelandair: „ Hér gilda sömu sjónarmið og öðrum viðskiptum. Ef þú staðgreiðir vöru löngu áður en þú færð hana afhenta er eðlilegt að þú fáir afslátt.“
Iceland Express: „ Ef við myndum hafa bara eitt „strætóverð“ (sem er reyndar þversögn því strætó mismunar fólki eftir aldri og félagsaðstæðum í verðlagningu sinni) þá þyrfti það að vera svo hátt að það væri búið að gera þorra íslendinga fráhverfa ferðalögum. Tekjustýringin byggist upp á því að bjóða flugfarið á því verði sem hver og einn ræður við. Ef viðskiptavinurinn er sveigjanlegur, bókar með fyrirvara og getur stokkið á tilboð, þá getur hann komist út fyrir verð sem er langt undir kostnaðarverði. Ef viðskiptavinurinn þarf að fara út með stuttum fyrirvara (sem oft er tilfellið með viðskiptaferðir) þá greiðir hann hærra verð. Einnig ef viðkomandi þarf sveigjanleika og er tilbúinn til að greiða aukalega fyrir hann, þá greiðir hann hærra verð.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli