þriðjudagur, 1. september 2009

Verðskrá Símans vegna 3G


Mig langaði að benda á þennan skemmtilega samanburð sem ég gerði vegna verðskrár Símans á 3G þjónustuleiðum.
Það vill svo til að ég hef ekki þörf fyrir 3G netlykil þar sem síminn minn er það öflugur að ég get vafrað á netinu eins og ég væri á venjulegri tölvu.
Það sem hindrar mig hinsvegar er þessi skrítna verðlagning á 3G þjónustu í GSM símum.
Ég hafði samband við Símann út af þessu en fékk einungis þau svör að það væri ekki hægt að bjóða upp á betri verð á 3G GSM þjónustinni.
Ágæta stúlkan í 8007000 sagði mér að ég gæti gerst áskrifandi að 3G netlykli, sleppt því þó að nota netlykilinn og sett SIM kortið úr honum í símann minn.
Það hefði það í för með sér að ég þyrfti að skipta um SIM kort í hvert skiptið sem ég ætlaði að nota netið mikið og svo til baka ef ég ætlaði að hringja, frekar spes.
Mér var boðið að senda inn ábendingu til að fá frekari og ítarlegri svör. Ég bíð spenntur.
Á meðan þá er ekki annað hægt að gera en að skemmta sér smá yfir þessum talnaleik sem ég sendi með í töflu :)
Kristján

2 ummæli:

  1. ÉG skil ekki vandamálið hér. MegaByte í gegnum farsíma hefur alltaf verið dýrt og er það allsstaðar, þarna er hægt að velja á milli áskriftarleiða sem og að hægt er að velja á milli fyrirtækja.

    Ef viðkomandi þarf að nota farsímakerfin til að komast á netið að þá velur hann það sem er ódýrast, annars bara sleppa þessu og bíða eftir að komast í þráðlaust ADSL sem er nú næstum allsstaðar í boði í dag.

    Væll.

    SvaraEyða
  2. Ehm þú ert greinilega ekki alveg að lesa þetta rétt. 3G netlyklar og GSM símar notar sömu boðleiðir, senda og SIM kort....afhverju ætti að vera 1000% verðmunur?

    SvaraEyða