fimmtudagur, 17. september 2009

Ókeypis í Sundknattleik

Vil vekja athygli á því að Sundknattleiksfélag Reykjavíkur (SKR) hyggst bjóða börnum á aldrinum 9-11 ára að æfa íþróttina ókeypis fram að jólum. Skráningar standa nú yfir og æfingar hefjast þegar náðst hefur í góðan hóp. Æfingar munu fara fram undir leiðsögn íþróttakennara með mikla reynslu af íþróttinni og eru á Mán/Mið kl 18:30 og Lau kl 12:30. SKR er aðili að frístundakort Reykjavíkur en margir eru búnir að fullnýta þá upphæð sem þar er í boði. Tilgangurinn er að koma sundknattleiksíþróttinni á kortið meðal barna og mynda hóp sem getur stutt uppbyggingu félagsins.
SKR er einnig með æfingahóp 16 ára og eldri þar sem öllum er frjálst að
mæta á nokkrar æfingar og prófa, án endurgjalds eða skuldbindinga fyrstu 3
vikurnar.
Nánar á www.waterpolo.is
Tómas Þorsteinsson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli