fimmtudagur, 10. september 2009

Borgað fyrir bein

Ég er svo yfir mig hneyksluð núna að ég er algerlega að springa og það þarf að rannsaka þessa glæpamenn sem eru að selja okkur mat!
Ég fór í Nóatún í hádeginu til þess að kaupa lambaskanka í kjötsúpu og þetta á að vera tiltölulega ódýr matur eða hefur verið það hingað til. Þarna voru skankar á næstum 1200 kr. kílóið sem var pínulítið kjöt á en svaðalegt bein stóð út úr þeim sem hefur alltaf verið afsagað hingað til. Ég bað stúlkuna um að saga þetta af því annars hefði ég ekki komið helv… skönkunum ofan í pottinn. Afgreiðslustúlkan gerði það en þurfti að vigta þetta smánarlega kjöt með beininu þannig að ég myndi örugglega borga líka fyrir þetta hlass sem er ekki hægt að borða. Þetta kostaði svo um 2600 krónur og er varla nóg í súpu fyrir litla fjölskyldu!
Ég var að fárast yfir þessu við stúlkuna og hún sagði að þeir fyrir norðan krefðust þess að þetta væri selt svona og reyndar væru allir að reyna að græða í kreppunni, eins og hún orðaði það. Mér finnst þetta gersamlega fáránlegt og örugglega hægt að finna mörg svipuð dæmi.
Kveðja, Dódó

3 ummæli:

  1. Lambaskankar hafa hækkað gríðarlega undanfarið ár eða svo, hlutfallslega mun meira en aðrir hlutar kindarinnar.

    Maður var að kaupa þetta á kannski 5-700kr/kg fyrir nokkru en nú er þetta á 1.200kr/kg í flestum búðum og ég því hættur að snæða lambaskanka.

    Ég reikna með að þessi matur hafi farið að þykja fínn, hef stundum séð talað um þetta í Gestgjafanum og svona.

    Krónan er að selja heila skrokka á 859kr/kg um þessar mundir. Ég kaupi slíkan skrokk og fæ þá í kjötborðinu til að saga lærið og hrygginn eftir mínu höfði og það er gert frítt.

    Það sem ég skil þó ekki er sú staðreynd að Dódó keypti skankana, þrátt fyrir að finnast þeir of dýrir.

    SvaraEyða
  2. Já þetta minnir pínulítið á stúlkuna sem borgaði fyrir kjötsúpuna þrátt fyrir "að ekkert kjöt hafi verið sjáanlegt í súpunni"...

    SvaraEyða
  3. Verðið hækkaði mjög snögglega um svipað leiti og þessi biti af lærinu hætti að heita "lambaskanki" og fór að heita "grillleggur".. eitthvert snobb greinilega. Annars geri ég mína súpu alltaf úr framparti, söguðu í kubba þannig að kallist súpukjöt, talsvert ódýrara en leggurinn. Feitara að vísu, en bragðið er jú í fitunni. En svo er svo merkilegt að þegar búið er að saga frampartinn í sneiðar og þær kenndar við grillið er verðið skyndilega helmingi ef ekki tvöfalt hærra...

    SvaraEyða