miðvikudagur, 2. september 2009

Múrtappaokursvindl Húsasmiðjunnar

Ég er smiður og vinn mikið við almennt viðhald fasteigna. Þess vegna er ég mikið í því að versla við Húsasmiðjuna og Byko.
Í hvert skipti sem ég fer þangað, nánast daglega, þá er búið að hækka eitthvað af þeim vörum sem við erum að nota.
En hinsvegar þegar mig vantaði múrtappa, (tappar til að setja á undan skrúfu þegar fest er í steyptann vegg.) Þá fór ég í Húsasmiðjuna og ætlaði að kaupa þá. Þessir tappar eru seldir í 200 stykkja pökkum og algengasta stærðin sem við notum er 6mm.
Þennan dag voru ekki til þessir hefðbundnu 6mm 200stk kassar sem eru verðlagðir á 399kr. En aftur á móti voru til nóg af töppum sem Húsasmiðjan var búin að taka úr kössunum og setja í 20stk poka (merktir Húsasmiðjunnu, NÁKVÆMLEGA sömu tappar!), Einnig var búið að setja þessar 20stk pakkningar 10 saman í poka (einnig merktir Húsasmiðjunni) til þess að ná þessum normal 200stk. en aftur á móti var allt annað verð á þessum sem var búið að endurpakka.

Þannig að dæmið lítur svona út:
200 stk af múrtöppum í venjulegu umbúðunum kosta 399kr.
20 stk af sömu töppum( í pokum merktum Húsasm) kosta hinsvegar 148kr pakkningin.
og þar sem normal 200stk pakkningin var ekki til þá eru settir saman 10 litlir pokar og merktir Húsasmiðjunni og verðlagðir á 1.480 kr.
Semsagt: verðið á þessum töppum hækkar úr 399kr. í 1480kr. eða um rúm 350%! Og svo er fólk að undrast á því að fólk sé hætt að framkvæma...
Kveðja,
Pirraður smiður

1 ummæli:

  1. Já kalla svona lélegt. Skil að það þurfi að selja svona í stykkjatali. En er ekki nóg að hafa bara opinn kassa af þessu og leyfa fólki að kaupa í stykkjatali með kannski 50% álagningu. Ég vildi það frekar en að borga laun einhvers aðila við pökkun í fínar umbúðir.

    SvaraEyða