föstudagur, 11. september 2009

Mikil hækkun á smávindlategund í Fríhöfninni

Ég sendi inn á síðuna athugasemd í fyrra vegna mikillar hækkunar tóbaks í fríhöfninni í Leifstöð, frá júlí fram í september 2008. Þá hafði smávindlategund sú sem ég reyki, hækkað úr 1.590 kr. kartonið í 1.899 kr. á tveimur mánuðum. Þetta þótti greinilega ekkert ýkja merkilegt á þessum tíma og man ég að það barst sú athugasemd frá einhverjum lesenda síðunnar að þetta væri nú bara eðlileg hækkun vegna lækkunar á gengi íslensku krónurnar. En nú er áhugavert að rekja framhald þessarara sögu því ári siðar, eða í júlí 2009 er þetta sama karton komið upp í 3.599 og nú í september kostar það 4.199 kr. Ég veit að sumum finnst í lagi að hækka tóbak að vild en þetta finnst mér slá flestar hækkanir út. Júlí 2008: 1.590 kr. - september 2009: 4.199 kr. Það gerir víst 264 % hækkun á rúmu ári! Sem betur fer hefur krónan nú ekki fallið svona mikið. Ég hef ekki skoðað aðrar vöru í fríhöfninni en það gæti verið athyglisvert.
Bestu kveðjur með þökk fyrir góða síðu,
Sigurður Einarsson

5 ummæli:

  1. Töluverður hluti þessara hækkanna er tilkomin vegna hækkanna á sköttum tengdum tóbaki. Og svona í ljósi þess að heilsufar þeirra sem reykja er verra heilt yfir samanborið við þá sem ekki reykja, setja þeir hinir sömu meira álag á heilbrigðisstofnanir. Er ekki bara sanngjarnt að hópurinn greiði fyrir það?

    SvaraEyða
  2. Eru vörur ekki fríhöfninni Duty Free... það er án álagaðra skatta...

    SvaraEyða
  3. Skv. þessu sem þú ert að segja með verðið þá er þetta nú ekki 264% hækkun heldur 164%

    SvaraEyða
  4. Hættu að reykja Sigurður!
    Miklu ódýrara fyrir okkur hin sem reykjum ekki, sem þurfum að borga fyrir alla læknisþjónustuna sem þú þarft á að halda ef þú færð lungnakrabbamein eða hjartaáfall sem rekja má beint til reykinga.

    Heilbrigðisþjónusta er almannaþjónusta þ.e allir geta nýtt sér hana. Þess vegna borgar fólk skatta. Skattarnir okkar fara í þetta m.a

    Það væri nú ódýrara ef fólk hætti að reykja, þá væri hægt að taka pening sem fer í að lækna reykingamenn og nota í eitthvað annað.....

    Hættu svo þessu helvítis væli! Það er alveg eðlilegt að það þurfi að hækka tóbakið til að verðið á tóbakinu sé það sama og sá kostnaður sem af því hlýst fyrir samfélagið!

    SvaraEyða
  5. Finnst hart að lesa svona svör á NEYTENDASÍÐU af öllum síðum. Það er ekkert hægt að réttlæta svona hækkun með því að þetta sé óhollt, ef það er leyft einu sinni þá fylgja stjórnvöld eftir með sömu rökum á nánast allar vörur. Það er staðreynd.
    Sykur? Kostar okkur gasillion. Eldsneyti, sama. Áfengi, ... Þú neyttir sælgætis á laugardögum í æsku, færð tannlæknaþjónustu aðeins gegn aukagjaldi etc...
    Sheesh hvað mörlandinn er óendanlega móttækilegur fyrir ósmurðum endaþarmstökum!

    SvaraEyða