þriðjudagur, 30. mars 2010

Vara sig á viktinni í Hagkaup

Fór í Hagkaup í Skeifunni um daginn og það var bæði grænmeti og sælgæti í matarkörfunni. Ég var að flýta mér og dreif mig í gegn með matinn og borgaði. Svo þegar heim var komið leit ég á kvittunina og fannst það óvenjulega dýrt það sem var viktað. Þá tók ég upp viktina og viktaði allt aftur og það var rúmlega 100gr léttari hver einasti hlutur sem ég keypti og var viktaður á viktinni hjá Hagkaup. Þetta telst heldur betur saman og snuðaði Hagkaup mig um 900 krónur!!
Ég hvet fólk til að staðfesta að vörur séu rétt viktaðar og ég skora líka á neytendasamtökin að fara í búðir með rétt stilltar viktir, standa við útgang matvörubúða og leyfa fólki að prufa að vikta sjálft það sem það var að kaupa!
kv
Óska eftir nafnleynd

6 ummæli:

  1. Jamm týpískur íslendingur sem skoðar ekki strimillinn og lætur taka sig í óæðra þegar heim er komið. Hvenær ætlar fólk virkilega að fara að læra

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus #1 ert þú vanur að hafa vigtina með þér þegar þú ferð að versla?

    SvaraEyða
  3. Nei en ég er vanur að skoða strimilinn gaumgæfilega áður en ég tek upp pokana og geng hænufet frá kassanum eitthvað sem þorri íslendinga hefur sko aldeilis ekki tamið sér.

    SvaraEyða
  4. Mér finnst alltof mikið um það að folk komi með neikvæðar aherslur i stað lausna og urræða.

    Það er mjög gott að einhver þarna uti er að fylgjast og lætur okkur hinn vita.

    SvaraEyða
  5. Lausnin er fólgin í því að skoða strimilinn við kassan og gera athugasemd strax

    SvaraEyða
  6. Hvernig á hún að gera athugasemd og heimta samanburð þegar hún augljóslega gengur ekki með viktina á sér og einu viktirnar er þær á vegum búðarinnar......

    SvaraEyða