sunnudagur, 21. mars 2010

Ring - mæli með því að fara yfir notkunina!

Langaði bara til að deila þessu með fólki.
Álpaðist inná ring.is að skoða notkunina mína, þar sem ég skráði mig í ring í síðustu viku og vildi skoða hvernig þetta leit allt saman út.
Rak augun í 15.mars. þar kemur fram 1 símtal (51 sek) í númer sem kemur ekki fram á myndinni sem ég sendi með en er í NOVA og kostaði heilar 570 kr (11 kr/sek)
Svo á ég að vera búinn að senda 17 sms í dag (18.mars), er búinn að senda 2 stk.

Ég hringdi í ring og spurði um þetta og þeir virtust allir af vilja gerðir að reyna að leiðrétta þetta, loksins þegar þeir svöruðu.
Ég veit það bara að ég á eftir að fylgjast vel með notkuninni á síðunni þeirra.

kveðja
Jón Bergmann

p.s. vissirðu að þegar maður er með frelsi hjá ring og kaupir áfyllingu þarf maður að taka það sérstaklega fram að maður vilji RING áfyllingu á (1990 kr) annars fær maður bara venjulegu símaáfyllinguna (2000 kr) þar sem maður hringir ekki frítt innan símakerfisins! Af hverju á maður að vilja venjulega áfyllingu á frelsið (borga fyrir alla sem maður hringir í) ef maður er í ring til að hringja frítt innan kerfi símans. Hvenær VILL maður borga aukalega fyrir að hringja þegar maður þarf þess ekki?!

4 ummæli:

  1. Maður gæti t.d. þurft að kaupa inneign til að nota fyrir símtöl utan kerfis Símans er það ekki ef sú sem að fylgir með dugar ekki.

    SvaraEyða
  2. Ég talaði aftur við þá hjá Ring í gær og ég virðist hafa verið að misskilja eitthvað...
    komst að því að þessi 1990 kr inneign sem maður kaupir er í raun 990 kr inneign (til að hringja utan kerfi Símans) og 1000 kr gjald til að hringja "frítt" innan GSM kerfi Símans í 31 dag.

    Þannig að til þess að hringja "frítt" innan kerfi Símans verður maður að borga 1000 kr á mánuði.

    kveðja Jón Bergmann

    SvaraEyða
  3. Og ég sem næ ekki einu sinni 800kr í gsm notkun(innan og utan kerfis allur pakkinn) á mánuði. Gott að vita af þessu.

    SvaraEyða
  4. Ég þekki ekki til Ring utan þess að mér þykir allur pakkinn í kringum það vera hallærislegur. (Ring? Í alvöru? Datt þeim ekkert skárra í hug heldur en enskt orð/hljóð?)

    En ég veit allavega að ég var í Vodafone og skipti yfir í Nova vegna þess að mér fannst reikningurinn vera full hár í kringum 10.000 nokkra mánuði í röð. Eftir að ég skipti hef ég aldrei borgað meira en 3 kall á mánuði.

    SvaraEyða