miðvikudagur, 24. mars 2010

Hælir Jack n Jones

Mig langaði að hæla Jack ´n Jones fyrir að halda vöruverði í lágmarki. Fór um
daginn til að kaupa afmælisgjöf handa kallinum og ætlaði að eyða 10.000 kr í
föt. Bjóst við að koma út með einn bol úr Smáralind en í staðinn kom ég út með
tvo boli og eina peysu fyrir 9.900kr. Það eru ennþá einhverjir sem eru ekki að
drepast úr græðgi.
Kær kveðja,
Þórunn Hjaltadóttir

8 ummæli:

  1. Mér finnst 2 bolir og peysa(veit ekki hvernig peysa þetta er en mín kostaði fyrir svona 8 mánuðum úr Jack og Jones 8 þús) á 9.900 kr vera frekar hátt verð út úr tískubúð í lægri kantinum(Gallerý 17 og Derez flokkast ofar ætli J og J sé ekki svipað og Next kannski aðeins ofar). Árið 2007 gat ég fengið Shine gallabuxur á 8-10 þús en á sama tíma í molli í Köben rétt fyrir utan tívolíið gat ég fengið nákvæmlega eins buxur sem ég borgaði 8500 kr fyrir hérna á innan við 4 þús og sumar buxurnar voru á rúmar 3000 þús krónur þannig að ég get ekki hrósað verðlagi á fatnaði hér á landi.

    SvaraEyða
  2. Ég er ekki að bera þetta saman við útlönd, heldur við aðrar búðir hér á landi og þá er ég bara nokkuð sátt :0) Það vita allir að álagningin hér er bara fáránleg!

    SvaraEyða
  3. Þeir sem að reka Jack & Jones sem og Vera Moda búðir í heiminum meiga bara leggja viss mikla álagningu ofaná vöruna (man ekki hvað hún er). Þetta gera eigendur keðjunnar til þess að halda verði niðri.
    Það þarf víst að taka þetta fram á þessari síðu að ég vinn ekki né á þessar búðir hérna á Íslandi :). Er bara viðskiptavinur hér á landi sem og erlendis við þessa keðju

    SvaraEyða
  4. Ég skil ekki nafnlausan #1 .. keypti peysu á 8, en finnst samt mikið að fá tvo boli til viðbótar og borga þá 10. Ég myndi segja að 10 sé vel sloppið fyrir peysu og 2 boli úr tískuvöruverslun, þótt ein af þeim ódýrari sé...

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus #1 hérna. Ég tók það skýrt fram að ég vissi ekki hvernig peysa þetta væri. Ég þarf að vita hvernig peysa þetta er til þess að getað dæmt um það.

    Ég þekki einstakling sem er í stjórn á fullt af fyrirtækjum er segir mér að tísvöruverslanir eftir hrun og húsgagnaverslanir fyrir og eftir hrun gangi bara alls ekki baun í bala. T.d. verslar fólk nú orðið annað hvort á ódýrum mörkuðum eins og í Skeifunni eða bíði eftir næstu útsölu.

    Ég er t.d. ekki til í að borga yfir 8-10 þús fyrir gallabuxur. Þú ferð í Derez,Gallerý 17 Kúltúr Menn og Levis búðina og þar er verið að bjóða manni gallabuxur á allt upp undir 30 þús og belti á jafnvel 20 þús sem er bara klikkun og meira að segja 10 þús(c.a. gengið fyrir hrun) fyrir beltið sem kostar 20 þús í Levis búðinni er algjört Ofur okur.

    SvaraEyða
  6. Haha bara mjög gott verð
    ég er í buxum úr jack og jones sem kostuðu 29 þúsund krónur

    SvaraEyða
  7. Ef hverju ert þú að lesa okursíðuna ef þú kaupir buxur á 29000 kr?

    (varð bara að spyrja)

    SvaraEyða
  8. það hafa aldrei verið til gallabuxur í jack & jones sem hafa kostað 29.900. dýrustu buxurnar þar ever kostuðu 19.900. en ódýrustu núna til dæmis kosta 7.990. peysurnar þar kosta frá 4.990 og skyrtur það sama. ég er allavega dyggur aðdáðandi þeirra og er nýbúinn að versla á alla mína karlmenn þar gegnum árin og fengið alveg topp þjónustu þar.

    SvaraEyða