fimmtudagur, 18. mars 2010

Elko stendur ekki við „Verðvernd“

Ég fór í Elko Lindum til að kaupa tölvukapal (Nokia CA-101). Verð á kaplinum er í Elko 3.995kr.. Nákvæmlega sami kapal er til sölu í Símabæ á 1.490kr. Þegar ég benti yfirmanni í Elko á þetta og vildi fá kapalinn á verði samkeppnisaðila - þá segir hann berum orðum að hann ætli ekki að standa við auglýsta verðvernd því að verð Símabæjar væri undir innkaupsverði Elko. Svo fór að ég keypti kapallinn í Símabæ á 1.490kr. - og það er NÁKVÆMLEGA sama varan. Sjá vefslóðir: (Elko / Símabær) Hér er bersýnilega verið að svíkja auglýsta skilmála!
Örvar

2 ummæli:

  1. Örvar, sendu neytendaráði formlega kvörtun vegna þessa.

    SvaraEyða
  2. Já gerðu það! Það er fiskilykt af þessu. Mig grunar að þessi yfirmaður hafi bara verið að bulla.

    SvaraEyða