þriðjudagur, 9. mars 2010

Ánægður með start tölvuverslun

Það er ekki nóg að láta bara vita um verslanir sem standa sig ílla, það má líka láta vita þegar verslanir eru liðlegar. En þannig er mál með vexti að ég fór í janúar og keypti mér vestern digital 1 TB flakkara í tölvuverslununni start.
Þar sem flakkarar endast nú alveg nokkur ár yfirleitt þá var ég ekkert að missa mig neitt yfir ábyrgðarskirteninu og í kæruleysi týndist það hér heima og gæti allt eins hafa lent óvart í ruslinu bara veit það ekki. Amk finn það hvergi.
En jæja svo gerist það að þessi flakkari bilar rúmlega mánuði eftir kaupin, hættir bara að virka og kemur ekki fram í tölvunni. Ég gerði dauðaleit að ábyrgðarskirteninu en fann það bara ekki og fór ég því í heimabankann minn og prentaði út færsluna fyrir flakkaranum sem sýndi þó amk dagsetningu, verslun og upphæð og fór með diskinn í verslunina ásamt útprentaðri færslunni og var alveg búinn að sjá það fyrir að þetta væri borin von fengi öruglega ekkert fyrst ég væri ekki með sjálfa kvittunina.
En maðurinn í búðinni bara tók mér vel og sagði að þetta væri bara flott mál og tók við disknum og ætlar að kíkja á hann.
Þetta finnst mér til fyrirmyndar þar sem diskurinn kostaði mig alveg um 20 þúsund kall og ég var eiginlega búinn að sjá að þessi 20 þúsund kall væri farinn í vaskinn hratt og öruglega en þá tóku þeir færsluna úr heimabankanum gilda.
Þannig tölvuverslunin Start fær lofið að þessu sinni, ánægður með þá!
G. Ásgeirsson

3 ummæli:

  1. Ég hef sömu sögu að segja varðandi Start.
    Ég átti ekki kvittun og þeir bentu mér á að prenta út færsluna í heimabankanum. Þá höfðu reyndar liðið margir mánuðir, ef ekki meira en ár.

    SvaraEyða
  2. keypti allan minn tölvubúnað hjá þeim og fékk frábæra þjónustu.

    SvaraEyða
  3. Svo sé ég það að verðin hjá þeim eru bara alls ekki slæm, ég versla frekar við þá heldur en t,d buy.is þegar ég veit af þessari persónulegu góðu þjónustu og þetta fyrirtæki hefur verið til á sömu kennitölunni í 10 ár eða svo.

    SvaraEyða