þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Sleppt álegg ekki frádráttarbært í verði

Þannig er mál með vexti að ég og konan fórum á Eldsmiðjuna á laugardaginn, sem er ekki frásögur færandi nema að ég panta mér tilbúna pizzu af matseðli sem kostaði 1990 krónur en bað þá vísvitandi um að sleppa einu áleggi til að sjá hvort ég fengi afslátt. Ástæðan er sú að Eldsmiðjan rukkar aukagrænmetisálegg á 12" pizzu á 250 krónur, mig langaði að vita hvort það sama gilti þá í hina áttina. Ekki þar fyrir utan þá er 250 krónur fyrir 3 sneiðar af papriku fáránlegt verð því kíló af papriku kostar um 300-400 krónur í Bónus. Viti menn auðvitað var rukkað fullt gjald fyrir pizzuna þó að ég hefði sleppt einu áleggi af tilbúinni pizzunni. Ég á meira að segja miðann fyrir þessum viðskiptum þar sem mér fannst þetta vera fáránlegt svo ekki sé meira sagt að ég væri rukkaður fyrir að setja auka álegg á pizzuna en fengi ekkert lægra verð ef ég sleppti einu áleggi af pizzunni.. Samkvæmt matseðli þeirra (http://www.eldsmidjan.is) þá kostar auka álegg eftirfarandi:

Áleggstegundir 10" 12" 16"
Kjötálegg / Meat / Fish 200 kr. 280 kr. 380 kr.

Annað / Other 190 kr. 250 kr. 350 kr.

Með kveðju,
Þórir

6 ummæli:

  1. Væl. Þetta er ekkert nýtt, og ekki bundið við Eldsmiðjuna. Ég vann á 2 pizzastöðum í kringum 1995-6 - Pizzur á matseðli hafa aldrei lækkað í verði við það að fjarlægja álegg. Flestir staðir leyfa þér þó að fá 1 álegg í staðinn.

    Prófaðu að sleppa kartöflunni með nautasteikinni á Holtinu, eða kálinu á hamborgara einhvers staðar og athuga hvort þú færð afslátt.

    Það er ekki svo erfitt að velja margaritu með þeim áleggjum sem þú vilt.

    Svo eru álegg líka misdýr. T.d. er kílóverðið af pepperoni er sennilega 15x hærra en á lauk, og það þarf þar að auki miklu fleiri grömm af pepperoni en lauk á hverja pizzu. Þau eru þó á sama eða svipuðu verði á flestum stöðum.

    SvaraEyða
  2. Það er ekki hægt að segja að einhver tegund af grænmeti kosti X krónur í Bónus og yfirfæra það á veitingahús. Eldsmiðjan þarf að borga húsnæði sitt, greiða starfsfólki laun o.s.frv.

    SvaraEyða
  3. Já er það.
    Þarf þá Bónus ekki að greiða fyrir húsnæði, starfsfólki laun o.s.frv?

    SvaraEyða
  4. Þetta er ekkert bundið við Eldsmiðjuna, hef aldrei komið á veitingastað þar sem þú færð pizzuna á lægra verði ef þú sleppir álegginu. Ef þú vilt ekki allt sem er á pizzunni þá einfaldlega velur þú það sem þú vilt á hana og sleppir því að velja þessar tilbúnu pizzur!

    SvaraEyða
  5. er löngu hættu að kaupa pizzur á pizzastöðum því þær eru alltof dýrar,kaupi frosið pissadeig frá myllunni sem er mjög gott,hef reiknað það út með því að laga "16 pizzu með 3 áleggsteg.þá reiknast það út að pizzurna á þessum stöðum eru bara 300%
    dýrari!Þannig er nú það í pottinn búið!

    SvaraEyða
  6. Enginn veitingastaður gefur afslátt ef þú sleppir einhverju, en gjarnan er boðið að velja annað í staðinn. Velja sjálfur á pizzuna ef ekkert á matseðlinum hentar!

    SvaraEyða