Þannig er mál með vexti að ég og konan fórum á Eldsmiðjuna á laugardaginn, sem er ekki frásögur færandi nema að ég panta mér tilbúna pizzu af matseðli sem kostaði 1990 krónur en bað þá vísvitandi um að sleppa einu áleggi til að sjá hvort ég fengi afslátt. Ástæðan er sú að Eldsmiðjan rukkar aukagrænmetisálegg á 12" pizzu á 250 krónur, mig langaði að vita hvort það sama gilti þá í hina áttina. Ekki þar fyrir utan þá er 250 krónur fyrir 3 sneiðar af papriku fáránlegt verð því kíló af papriku kostar um 300-400 krónur í Bónus. Viti menn auðvitað var rukkað fullt gjald fyrir pizzuna þó að ég hefði sleppt einu áleggi af tilbúinni pizzunni. Ég á meira að segja miðann fyrir þessum viðskiptum þar sem mér fannst þetta vera fáránlegt svo ekki sé meira sagt að ég væri rukkaður fyrir að setja auka álegg á pizzuna en fengi ekkert lægra verð ef ég sleppti einu áleggi af pizzunni.. Samkvæmt matseðli þeirra (http://www.eldsmidjan.is) þá kostar auka álegg eftirfarandi:
Áleggstegundir 10" 12" 16"
Kjötálegg / Meat / Fish 200 kr. 280 kr. 380 kr.
Annað / Other 190 kr. 250 kr. 350 kr.
Með kveðju,
Þórir