þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Bremsuklossar

Bremsuklossar í Hyundai Santa fe sem kostuðu í fyrra ca. Kr.4800 í Stillingu en kosta þar í dag rúmar kr. 13.000 (okur). Í N1 kosta samskonar klossar ca. kr.7700,- (ekki til á lager en eðlilegt verð) í AB varahlutum kostuðu klossarnir kr.7.183,- en þar var veittur 10% afsláttur.... Niðurstaðan verðmunur ekki eðlilegur.... Stilling okrar í skjóli kreppu.
Fritz

2 ummæli:

  1. Ég verslaði yfirleitt við Stillingu hér áður fyrr þegar mig vantaði varahluti. Versla frekar mikið af varahlutum og því með sæmilega yfirsýn á verðmismun eftir fyrirtækjunum og leita sífellt á alla staðina til að fá besta verðið.

    Núna upp á síðkastið þá hefur Stilling undantekningarlaust verið með HÆSTA verðið. Þeir sem voru áður lægri en N1 í flestum tilfellum eru farnir að okra þvílíkt á varahlutnum. Maður einmitt hélt að Stilling væri að reyna vera ódýrari en N1 til að lokka kúnnana í burtu frá "Fáðu allt á einum stað" hugsuninni sem maður getur fengið hjá N1.

    SvaraEyða
  2. Stilling heldur úti heimasíðunni www.partanet.is, ég finn ekki þessi verð þar sem þið talið um.

    SvaraEyða