sunnudagur, 9. ágúst 2009

Dýrt brauð

Konan mín stökk inn í Bæjarbakarí Bæjarhrauni í Hafnarfirði til að kaupa 1
stk brauð. Kom hún svo út með speltbrauð sem hún þurfti að greiða 545 kr
fyrir. Ég tók mig til og viktaði brauðið og var það 580 gr. Þetta gera uþb
1000 kr á kíló af þessu brauði. Þetta finnst mér vera algjört okur og mun
ég ekki skipta við þetta bakarí framar og sennilega segja mörgum frá þessu
okri. Og hver er að græða þá???
Kv.
Pétur

3 ummæli:

  1. "Þurfti" hún? Var það ekki hennar ákvörðun að kaupa það?

    Bakaríið mun að öllum líkindum tapa einhverjum viðskiptum, nema þá að fólk átti sig á að bakarísvörur eru almennt dýrar og það breytir litlu hvort þau verzli við Bæjarbakarí eða annað.

    SvaraEyða
  2. var ekki verið að benda á að rúnstykkið væri á 50 kr í Bernhöftsbakaríi og 85 kr í Björnsbakarí það eru þá ekki öll bakarí sem okra svona. Og er það þá eitthvað annað en 120 kr hjá Reyni Bakara eða 140 kr eins og hjá Nóatúni(sem er síðan ekkert varið í),að ég nú tali ekki um okurbúllurnar Jóa Fel,Bakarameistarann og Mosfellsbakarí.

    SvaraEyða
  3. Ég fer þarna oft og það er ekkert dýrara en annarstaðar. Ef þið hafið ekki efni á að kaupa speltbrauð, SLEPPIÐ ÞVÍ ÞÁ! Keyptu þér Myllu heimilisbrauð í Bónus! Er fólk virkilega svona drullu heimskt að það fatti ekki að spelt og aðrar "heilsuvörur" eru miklu dýrari í innkaupum fyrir fyrirtæki? Er ekki gengið búið að hækka allan innflutning um 100%?? Eiga fyrirtæki að selja ykkur á kostnaðarverði eða?!? Vissiru að HEILDSÖLUVERÐ á Coke til lítilla og meðalstórra fyrirtækja er uþb 30% hærra en þú kaupir það á í Bónus/Krónunni. Bakarí sem selja rúnnstykki undir 100 kalli græða ekkert á því en fá álagninguna í einhverju öðru. Viljiði ekki bara að bakaríin selji allt á bónus prís og fari svo á hausinn eftir nokkra mánuði? Þið sem eruð að rakka allt niður hérna, reynið að hugsa áður en þið hugsið/talið/skrifið svo þið hljómið ekki eins og algerir hálvitar.

    SvaraEyða