laugardagur, 29. ágúst 2009

Konur! Ekki láta gera ykkur að fíflum!!!

Verð að segja ykkur frá viðskiptum mínum við Drangey í Smáralind, en þannig er mál með vexti, að fyrir ca. 5 vikum síðan keypti ég frábæra tösku í ofangreindri búð, á 50 % afslætti. Gott og vel, en þar sem ég fór síðan beint í ferðalag, hafði ég engin not fyrir töskuna fyrr en í gær, fimmtudaginn 27. Ágúst 2009.
Og viti menn í rennilásahólfi töskunnar fann ég bíl- og húslykla, og þar sem ég fer í RauðaKross búðirnar eða Góða hirðinn, ef ég vil kaupa notaða hluti, fannst mér þetta ekki nógu gott (því þrátt fyrir 50% afslátt var taskan dýr). Við vinkona mín brunuðum í Smáralindina til að fá skýringu á þessum lyklum, líklegast fannst okkur að starfsfólk verslunarinnar laumaðist til að nota varninginn öðru hvoru, en frúin var á öðru máli, sagði að konur fylltu töskurnar oft af ýmiskonar dóti, þegar þær væru að máta töskurnar, og það hlyti að vera skýringin. Það fer alltaf í taugarnar á mér, þegar svona lítið er gert úr konum, þær eru ekki aular sem máta töskur með því að setja bíllyklana sína í eina rennilásahólfið og fara síðan á puttanum heim.
Þegar ég vildi vita hvernig hún héldi að konan hefði komist burtu á bílnum sínum, hélt hún að það væri ekki í hennar verkahring að skýra það.
Konur verið á verði – ekki láta gera ykkur að fíflum!!!
Elísabet

Engin ummæli:

Skrifa ummæli