laugardagur, 1. ágúst 2009

Dýrt á Reðursafnið

Við vorum 12 manna hópur á ferð um landið í síðustu viku og datt einhverjum okkar í hug að skoða hið margumtalaða Reðursafn á Húsavík og ákváðum við að láta slag standa...
Þegar við svo gengum inn þá var hver einstaklingur rukkaður um 600 krónur fyrir að fá að labba einn hring sem tók c.a. 5 mínútur og þótti flestum sem að enn einn útrásarvíkingurinn hafi verið að ræna okkur... ekki nóg með það heldur neitaði reðursafnið að taka við kortum og ekkert var kassakerfið á staðnum heldur er ölllum peningum stungið beint í stóran reðurkassa og er því augljóst að lítið er um að greiddur sé skattur af þessum þjófnaði.
kv.
Sigurður Pálsson

9 ummæli:

  1. Þú borgaðir uppsett verð og það þrátt fyrir að gruna að þarna væri verið að svíkja undan skatti.

    Af hverju borgar þú 600kr ef þér finnst það of mikið?

    SvaraEyða
  2. Reyndar er 600kr ekki neitt lengur svo varla er það mikið. Hef nú ekki séð þetta safn en þó það sé lítið hlítur að þurfa að reka þetta.

    Átt annars alltaf að geta fengið kvittun fyrir viðskiptum. Ekkert segir að það þurfi reyndar að vera voða fín tölvuprentuð kassakvittun :D

    SvaraEyða
  3. Safnið á auðvitað að gefa fólki kvittun. Það hlýtur að þurfa að gefa upp til skatts, hve margir sóttu safnið á árinu.

    SvaraEyða
  4. Þetta getur nú varla talist mikið. Var á ferð um landið um daginn og aðgangseyrir að söfnum var oftast 500-800.

    SvaraEyða
  5. Sammála síðasta ræðumanni, var á ferð um Vestfirði og þar var aðgangseyrir að söfnum á blinu 450 - 800 kr. Við vorum mörg saman svo að kostnaður við að heimsækja mörg söfn hefð orðið tölverður, en við völdum úr þau sem okkur fannst áhugaverðust, t.d. Skrímslasafnið á Bíldudal og safnið að Hrafnseyri. Þakka ber því fólki sem af áhuga og oftast í sjálfboðavinnu hefur komið upp ýmiskonar afþreyingu og sé ég ekki eftir að borga smá upphæð til að njóta hennar.

    SvaraEyða
  6. ja ekki tel ég þetta mikið þar sem ég þurfti að borga 1500 krónur fyrir að skoða vikingasafnið í keflavik

    SvaraEyða
  7. Er ekki eðlilegt að það fólk sem áhuga hefur á að skoða safnið greiði fyrir það? Hvað hefði verið sanngjarnt, 100 kr, 200kr eða 300kr ? Það er eins og stór hluti íslendinga haldi að allt eigi að vera ókeypis. Ekki myndi ég nenna að vinna fyrir engin laun. Fólk sem ekki tímir að borga sig inn á söfn á ekki að fara þangað.

    SvaraEyða
  8. sammála, þetta er ekki endilega réttmæt kvörtun, hvað þá að segja blátt áfram að þau svíki undan skatti. Jú jú, mögulega væri skemmtilegra að borga 400 eða 500 fyrir svona lítið safn, en fólk hefur alla vega val!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Er að sjá þessa síðu í fyrsta skipti. Góð leið og sú árangursríkasta þegar kemur að okrui, ekki kaupa vöruna, eða miðann. Það virkar, það er öllum skítsama um enn eina andskotans harmagráturs bloggsíðuna. EN, það vilja allir selja sem mest.

      Eyða