mánudagur, 3. ágúst 2009

Grillkol

Mig vantaði grillkol í gærkvöld og skaust í næstu búð, 10-11, til að bjarga málum. Ekkert varð af kaupum því að mér ofbauð verðið. Kingsford-kol, 4,08 kg, kostuðu 1.190 kr eða 291 kr/kg í 10-11. Á næstu Olís-stöð var verðið svipað, 1.198 eða 293 kr/kg. Sams konar poki kostar 671 kr hjá Húsasmiðjunni (157 kr/kg). En ekki eru stórar pakkningar alltaf ódýrastar. Hjá Húsasmiðjunni kostar 10 kg poki af Weber-kolum 2.332 (233 kr/kg). BYKO virðist þó eiga metið því að 2,5 kg poki kostar 770 (308 kr/kg). Hjá Europris virðist kílóverðið vera 199 kr. og Samkaup/Úrval eru með tilboð þar sem kílóverðið er 120 kr. Þessi verðkönnun varð gerð á vefnum að morgni 1. ágúst 2009 og ekki er víst að upplýsingar séu að öllu leyti nákvæmar. En það er a.m.k. gott að hafa augun opin.

Svanberg

1 ummæli:

  1. Á meðan Samkaup/Úrval er með kolin svona ódýr þá kostar einnota grill hjá þeim 990 krónur, sem eru undir 300 krónum á flestöllum öðrum stöðum.
    Varð gaslaus um daginn og þurfi að redda mér strax einhverju grilli, ákvað að fara þangað en hefði getað valið um nokkra staði. Hélt þetta væri "eðlilegt" verð miðað við gengi og svona, hafði ekki keypt svona áður, en fékk að heyra það þegar ég kom heim að þetta hafi ekki verið góð kaup. Grillið varla náði að elda 2 kótilettur. Mjög svekktur við að hafa verið rændur um hábjartann dag af Samkaup/Úrval.

    SvaraEyða