miðvikudagur, 1. júlí 2009

Svívirðilegt breytingagjald

Eftirfarandi þykir mér alveg hreint óhugnalegt peningaplokk!
Ég er námsmaður í Kaupmannahöfn og hef búið þar síðastliðin þrjú ár. Ég kem til Íslands tvisvar til þrisvar á ári í þessi hefðbundnu frí. Flugmiðaverð hefur yfirleitt verið svipað hjá Icelandair og Icelandexpress en ég hef oftar kosið að fljúga með Icelandair því þeir "bjóða svo góða þjónustu". Það er nokkuð ljóst að viðskipti mín verða við Icelandexpress hér eftir.
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf ég að breyta Icelandair flugi mínu frá Íslandi. Nú ég hringi í þjónustuverið og eftir 15 mín. bið fæ ég loks samband við þjónustufulltrúa. Niðurstaða þess samtals var sú að til þess að breyta miðanum þyrfti ég að greiða rúmar 30.000 krónur!! Breytingagjaldið eitt og sér eru tæpar 23.000 krónur og verðmunur miða eru 8.000 krónur. Ég skil vel að verðmunur sé á miðum en 23.000 krónur í "breytingagjald" er óheyrilega mikill peningur! Athugið það að breytingagjald Icelandexpress eru 2.900 krónur - húrra fyrir þeim. Nýr miði í sama flug hjá Icelandair kostar 27.800. Það er því ódýrara að henda gamla flugmiðanum og kaupa nýjan í staðinn fyrir að breyta.
Útskýringin sem ég fékk hjá þjónustufulltrúa Icelandair er sú að fyrst að ferðin hófst í Kaupmannahöfn, þá reikni þeir breytingagjaldið í dönskum krónum. Hvers konar fjárans rök eru það? Ég á engar danskar krónur frekar en aðrir Íslendingar og ég keypti minn miða á íslenskum krónum í gegnum icelandair.is.
Kær kveðja,
fátækur námsmaður

4 ummæli:

  1. ha? þetta hljómar alveg fáránlega og slæmt ef rétt er!

    SvaraEyða
  2. Þeir eru bara að segja. Við bjóðum ekki upp á breytingar. Svo já lélegri þjónusta.

    SvaraEyða
  3. Ég lennti í þessu líka, Icelandair VILL ekki breyta flugmiðum. Ég og kærastinn minn áttum að enda með að borga 60þús kall fyrir að vera 3 dögum lengur í Köben, mér var sagt að breytingargjaldið væri breytilegt - lægra miðaverð=hærra breytingargjald. Í viðbót við að maður borgar auðvitað fyrir muninn á sætaverðinu. Ég versla við Express hér eftir, þetta er óásættanlegt. Þar er breytingargjaldið lægra og maður þarf ekki að hringja í þá til að breyta, það er hægt að gera það á netinu.

    SvaraEyða
  4. Sama saga hér,
    ÉG er námsmaður og lenti í að það var brotist inn í íbúðina mína úti. Mig langaði að breyta miðanum mínum til að komast út fyrr og athuga skaðann sjálf, en það ætti að kosta rúmar 60.000 krónur fyrir breytinguna, sem er engum manni og hvað þá námsmanni fært að borga. svívirðilegt og einfaldlega ljótt!
    ég mun einnig versla við iceland express í framtíðinni...

    SvaraEyða