miðvikudagur, 1. júlí 2009

Dýr ferðaþjónusta

Allir hlutir tengdir ferðaþjónustu eru orðnir yfirnáttúrulega dýrir eftir fall krónunar. Ég get nefnt nokkur dæmi:
Íbúð 4 manna til leigu á vegum hótel Óðinsvé kostar ekki nema 38þ .....ekki á viku heldur nóttin
Bændagisting á Mývatni ekki nema 38þ nóttin
7 manna bíll á bílaleigu í lok júní í 12 daga 350þ krónur.....350.000kr isk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég meina keyptu þér svona bíl og skildu hann eftir!
Inger

2 ummæli:

  1. Þú ert sennilega að tala um einhverja 5 stjörnu lúxusgististaði. Ég keypti mér 4 nætur á Fosshótelum fyrir 2 manneskjur á 45.000 krónur með morgunmat. Það gerir 11.250 krónur nóttin fyrir 2.

    SvaraEyða
  2. þær bændagistingar sem ég hef verið að skoða á norðurlandi hafa allar verið á um 4.500 kr nóttin.
    þetta er greinilega okurbúlla sem að þú hefur lent á.

    SvaraEyða