miðvikudagur, 8. júlí 2009

Dýrasta kaffið á landinu?

Var stödd í Skaftafelli fyrir viku, og komst að því að ég gleymdi kaffinu mínu heima, sem er nátturulega það fyrsta sem ég fæ mér á morgnana. Svo við hjón fengum okkur bíltúr í Freysnes og viti menn: Kaffið var til og tvær tegundir, Merrild kostadi rúmar 1200 kr og Gevalía rúmar 1600 kr! Þar sem ég var alveg kaffilaus keyptum við ódýrari pakkann, eða þannig. Þetta er ekki há verðlagning - þetta er OKUR! Ég hef mjög gaman af því að ferðast um landið en það er orðið spurning hvort ég hafi efni á því. Kv,Guðný

1 ummæli:

  1. Það er þó gott að skárri kaffitegundin hafi verið ódýrari. En ég geri nú meiri kröfur til kaffis heldur en Rauður 103 Merrild.

    SvaraEyða