miðvikudagur, 8. júlí 2009

Dýr íspinni


Fékk vægt sjokk um sl helgi en var staddur að skoða Gullfoss og Geysi
eins og hver annar túristi á Íslandi í dag.
Ekki nema að heitt var í veðri og kærkomið að skella sér á íspinna hjá
Geysir Shops í Haukadal.
Viti menn 4 pinnar fyrir okkur kostuðu 990 ISK! Fokk, hvað er að
gerast!? Síðan er auglýstur íspinni í helgarblaði DV frá Kjörís á 99
ISK (Diskópinni) en þarna var hann verðlagður á 270 ISK.
Læt fylgja með ljósmynd af vöruplakati frá Kjörís sem hékk þarna uppi
til skýringar! Hvað kostar eiginlega að flytja vörur frá Hveragerði og
uppá Geysi?
Með ískaldri kveðju,
Matthías

7 ummæli:

  1. 990.- er bara ódýrt!
    Ég verslaði 5 stk. íspinna á Sólheimum og borgaði ég milli 1600-1700 krónur ÁN GRÍNS. Man ekki í augnablikinu hve upphæðin var akkúrat en hún var þarna á milli.
    Fékk ég líka vægt sjokk.

    SvaraEyða
  2. Ég skal benda ykkur á eitt þar sem að ég veit aðeins um hvað þessir hlutir snúast. Mest megnis af hráefniskostnaðinum er í erlendri mynt. Tengist aðeins inn í Emmessís(þekki aðila sem vinnur þar) og þar þurfti að hækka verðið þótt að fyrirtækið hafi verið með þeim allra fyrstu til þess að lækka laun stjórnenda um 12%. Ef verðhækkunin hefði ekki átt sér stað og sú staðreynd að bæði Kjörís og Emmessís hafa ekki gengið svona vel á sumarmánuðunum í langan tíma þá hefði fyrirtækið bara þurft að loka sjoppunni. Þetta er í dýrar kantinum en þetta er lítil sjoppa með tilheyrandi kostnaði og er úti á landi. M.V. að Magnum eins og er á spjaldinu hafi kostað fyrir 3-4 árum í kringum 250-300 kr í sjoppum ekki bara úti á landi heldur líka hérna í bænum og að gengið á krónunni er 100% lægra nú en þá að þá finnst mér þetta ekkert mikið okur.

    Lúxus íspinninn er nú bara innan við 1/3 dýrari heldur en sumarið 2007 en gengið 100% lægra þannig að mér finnst nú bara fyrirtækið vera að reyna að lifa af. Fólk vill kannski bara að þau lognist út af?

    SvaraEyða
  3. Þetta diskópinna afmælistilboð virðist vera eitthvert klúður. Þegar Freyja var með sitt afmælistilboð (Ríspoki sem kostaði þá um 200kallinn í ódýrri verslun boðinn á 90 krónur í tilefni af 90 ára afmæli), þá var tilboðið alfarið á þeirra kostnað, verslanir fengu þetta inn á 45 krónur heyrði ég einhvers staðar (fyrir vask) sama hvort það var Bónus eða Kaupfélagið á Kópaskeri, svo allir gátu boðið þetta á 90kall með toppframlegð og allir gerðu eftir því sem maður tók eftir allavega .. þetta tilboð virðist fara eitthvað á mis, Kjörís auglýsir villt og galið án þess að taka fram að þetta tilboð sé ekki alls staðar sem pinninn er í boði, en bara stöku sölustaður er með hann á þessu verði

    SvaraEyða
  4. Fór einmitt í svona afdala sjoppu nýlega og þar voru svipuð verð. Íspinnar á hátt í 500 kr. Fannst það svo mikil móðgun að ég stal bara því sem mig langaði í og át með bestu lyst útí bíl!

    SvaraEyða
  5. Ég vona að síðasti aðili hafi verið að grínast.

    SvaraEyða
  6. Í Langadal í Þórsmörk kostar pinninn 500 kr.Ísl.
    Sléttar.

    SvaraEyða
  7. Afsakið. Húsadal, ekki Langadal.

    SvaraEyða