þriðjudagur, 21. júlí 2009

Enn hækkar í Bláa lóninu

Það er víst farið að kosta 4000kr fyrir fullorðna í Bláa Lónið og 1200kr fyrir unglinga á aldrinum 14-15 ára. Er ekki bara málið að hætta að fara í lónið þangað til þeir lækka þetta?
Kv. LKR

9 ummæli:

  1. Vá! Verðlagið í Bláa lóninu hefur oft borið hér á góma og ekki að undra, það er algjör steypa. Mér dettur ekki í hug að fara þarna fyrir þennan pening og ég held ég myndi ekki fara heldur þótt það kostaði það sama og í sund, þetta er nú ekki svo merkilegt heldur bara ein aðal túristaattraksjón landsins. Sl. sumar fóru þeir að tengja verðið við evru og miðuðu við 20 evrur. Nú sé ég (hér: http://www.bluelagoon.is/Badstadur/Opnunartimar-og-verd/) að þeir hafa hækkað upp í 23 evrur, eða sem sé 4000 kall. Þetta er alveg met!

    SvaraEyða
  2. Bláa lónið er skíta okurbúlla.

    Mun aldrei nokkurntíman fara þangað.

    SvaraEyða
  3. Já held ég færi frekar nokkuð fínt út að borða en að hoppa í affallsvatn sem einhverjir ákváðu að byggja í kringum og rukka fyrir :)

    Held að maður hafi bara borgað áður fyrr fyrir að fá aðgang að sturtuaðstöðunni og því þarna.

    Mögulega er ekkert ólöglegt að stökkva bara útí og borga ekki krónu ef maður notar bara ekki húsið þarna :D

    SvaraEyða
  4. Þetta er náttúrulega bara einhver viðbjóðs brundpollur. Þyrfti að borga mér svona 100 þús kall fyrir að fara þarna oní.

    SvaraEyða
  5. Ég hef nokkrum sinnum farið þarna og að vera þarna er ótrúlega afslappandi allt þetta svæði hefur þvílíka ró yfir sér.
    En þeir miða við verð í evrum sem er skiljanlegt því að ferðam0nnum fynnst 20 evrur ekki neitt fyrir að fá að vera þarna allan daginn það vanntar samt verð fyrir hálfan daginn þegar komið er seinnipartin svipað og í sundlaugargörðum erlendis en þar kostar ATH að meðaltali 60 EVRUR dagurinn fyrir EINN 10þ krónur halló.
    En í guðanabænum hættið að væla þeir sem að vinna þarna hleypa öllum íslendingum oftast inn fyrir 2fyrir1 ef eitthvað er sagt enda á það að vera þannig.
    Og þetta er enginn brundpollur enda endurnýjast vatnið þarna á um 3 daga fresti

    Jón

    SvaraEyða
  6. Ég neyðist til að fara þangað eftir 2 vikur með norska vinkonu mína. Ég ætla að fara með miðann í samb við 2 fyrir 1 og láta hana bara halda kjafti þangað til að við erum komnar inn.

    SvaraEyða
  7. Hmm, vatnið þarna endurnýjast á 5-6 ára fresti en ekki á 3 daga fresti til að hafa það á hreinu, hef það frá tveimur starfsmönnum.
    Geta ferðamenn ekki notað 2 fyrir 1 tilboðið?

    SvaraEyða
  8. Þótt maður fái 2 fyrir 1 í Bláa Lónið gerir það 2000 kall á manns sem mér finnst á Íslandi og þá er ekki hægt bera saman staði erlendis þar sem heitt vatn er ekki auðlind þar alveg ótrúlega dýrt. Ég man að áður en farið var að verðleggja þetta í Evrum þá gat maður fengið inn á 1200 kall eða svo sem er miklu nær raunveruleikanum.

    Engin furða að Ísafjörður sé ofar á blaði hjá ferðamönnum heldur en túristagildrurnar Mývatn,Gullfoss og Geysir og OKUR LÓNIÐ.

    SvaraEyða
  9. Þetta er hrikalegt okur. Alveg sama þó maður sé með 2 fyrir 1 mér finnst þetta ennþá alltof dýrt að borga 2000 kall. Ég myndi sætta mig við að borga 1000 kall fyrir að fara í bláa lónið en ekki krónu meira.
    Enda hef ég ekki farið í bláa lónið lengi og ætla mér ekki að gera það fyrr en það kostar 1000 kall.

    SvaraEyða