miðvikudagur, 17. mars 2010

Tölvuleikurinn ódýrastur í BT

Ég er með smá dæmi um okur.

Ég var að leita að tölvuleik handa lítilli frænku sem heitir "Doppa bregður á
leik". Þetta er leikja og fræðsludiskur fyrir börn. Ég byrjaði á að skoða verðin á
heimasíðum nokkurra fyrirtækja og blöskraði verðið á þessum leik, þar til ég
endaði í BT. Þarna muna 2.000 kr. á hæsta og lægsta verði. Það greinilega
borgar sig að fara á milli staða og skoða verðið.

Apple búðin: 3.990
A4: 3.780
Elko: 3.019
Eymundson: 2.519
BT: 1.990

Kv.
ED

6 ummæli:

  1. Kannski að BT séu farnir að laga verðin hjá sér eftir eigendaskiptin. Það var allavega ekki hægt að versla hjá þeim undir það síðasta því verðin voru út úr kortinu. Mín tilfinning er að Elko sé yfirleitt ódýrust af þessum búðum, en það getur verið að breytast.

    SvaraEyða
  2. Elko auglýsir sig þannig að þeir séu alltaf ódýrastir og ef þú kaupir eithvað hjá þeim og sérð síðan vöruna auglýsta eða sérð hana annarsstaðar ódýrari ( en samt ekki á tilboði ) þá endurgreiða þeir þér mismuninn niður í ódýrari vöruna. Þannig var það allavega einhvertímann hjá þeim

    SvaraEyða
  3. BT er að selja undir núverandi innkaupsverði. Þeir eiga eitthvað af þessum leikjum eftir af eldri útgáfu. BT er búið að fara í gegnum nokkur gjaldþrot og afskriftir skulda þannig að þeir geta selt eldri vöru á svo til hvaða verði sem.er.

    Það er ómögulegt fyrir okkur sem hönnum þessa vöru og gefum út með miklum tilkostnaði að sitja undir því að þeir sem selja á eðlilegu verði séu að okra. Hinir sem selja á of lágu verði eins og BT í þessu tilfelli geta verið að selja á of lágu verði vegna þess að þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir vöruna, bara eitthvert klink í þrotabúi. Það er verst að svona fyrirtæki eru að skemma fyrir þeim sem stunda viðskipti á heiðarlegan hátt og vilja standa við sínar skuldbindingar.

    Björn Valdimarson, Næst ehf, útgefandi Glóa

    SvaraEyða
  4. Eina sem ég veit, aldrei kaupa neitt af apple búðinni, allt á okurverði.

    SvaraEyða
  5. Er ekki líka leikurinn í apple búðinni fyrir Mac en allir hinir í hinum búðunum fyrir PC ? Það er náttúrulega alls ekki það sama.
    En kanski er ég bara að rugla...

    SvaraEyða
  6. en í BT er leikur á 9700 held ég sem kostar 3000 í elko (50 cent blood on the sand)

    SvaraEyða