þriðjudagur, 30. mars 2010

Ódýrarari leikir á Amazon

Ég og félagi minn ákváðum um daginn að fara að fá okkur God of War 3. Í öllum búðum var verðið tæplega 13.500 sem er hið hreinasta og úrkynjaðasta kjaftæði sem við höfum orðið vitni að. Búðir reyndu ekki einu sinni að fara í verðsamkeppni því það munaði ca. 50 kr á milli búða.
Því ákváðum við að sleppa því að kaupa leikinn, fórum á Amazon og þar kostaði leikurinn ca. 10.500 með öllum flutningskostnaði og tollum. Það þýðir að það munar 3000 kr á milli. Svo var nú um daginn að koma nýr leikur (just cause 2) fyrir leikjatölvurnar og Amazon gefur sama verð upp fyrir báða leiki. En Just Cause 2 kostar ca. 11.900 í búðum.
Búðir hafa því hækkað verðið á God of War 3 því hann er einn eftirsóttasti og vinsælasti leikur sem kemur út um þessar mundir.
Ég vil því segja: OKUR!
Takk fyrir,
Vilhjálmur

6 ummæli:

  1. Ég einmitt pantaði 3 stykki af GOW 3 fyrir mig og félaga mína af Amazon.

    SvaraEyða
  2. Er það þannig á Íslandi að ef vara er ekki seld á kostnaðarverði þá er það okur?

    SvaraEyða
  3. Sko. Nú þekki ég ekki tölvuleikja bransann EN eins og flest til öll stórfyrirtæki í heiminum virka þá er það þannig að ef þú ætlar að fá að vera söluaðili einhvers vörumerkis og þeirra vara hér á íslandi þá hringirðu ekki beint í merkið og pantar hjá þeim, nei þú ert sendur á allavega í flestu sem ég þekki á t,d europe umboðið sem sér um alla sölu og dreifingu í evrópu, sem þaðan vísar þér mjög líklega á norðurlanda umboð sem þú þarf að versla af til að fá vöruna til landsins.

    nú er það svo að markaðsvæðið ísland er gríðarlega fáment og flestum stærstu merkjunum er tjah nokk sama um þennan klaka þar sem þetta land er álíka fjölmennt og ein gata í New York til dæmis. Evrópa og síðan norðurlöndin og síðan ísland eru bara á allt öðrum verðstrúktúr heldur en Bandaríkin og Bretland ofl stórþjóðir þar sem líka skatta og vörulöggjöf er allt allt önnur.

    Ef fólk vill fá marktækan samanburð um OKUR þá þarf að fylgjast með norðurlöndunum Ekki bera saman Bandaríkin og Ísland því á engan hátt er það raunhæft.

    Ég veit það ekki kannski ættum við bara loka öllum búðum og sölu og þjónustu aðilum hérlendis, gera alla sem starfa við þann iðnað bara atvinnulausan því við íslendingar erum hvort sem er svo ríkir, það er nú ekki nema um hvað 50-70% landsmanna sem starfa við verslun og þjónustu af ýmsu tagi??

    verslum bara allt af costco eða amazon og hvað allar þessar stærstu keðjur heims heita, setjum bara peningana alla í önnur hagkerfi því íslendingar gera hvort sem er ekkert annað en að okra....

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus # 3 Það bara hugsa ekki nema kannski örfá % fólks eins og þú. Flestir reyna að fá vörurnar sem ódýrast og ef það er á amazon þá bara kaupir maður það þar. Ég spila t.d. á klarinett og það munar 1500-2000 kr á pakanum af 10 klarinettublöðum hvort ég kaupi hann hérna heima eða af netinu og ég nota svona 7-8 pakka á ári sem gerir 10-16 þús kr sparnað fyrir mig. Munar um minna.

    SvaraEyða
  5. Málið fjallar kannski ekki um Amazon, heldur að vara sem er sett á sama verð og aðrar vörur á Amazon eða markaði annarsstaðar er dýrari hér en annað... ég held að sena sé með réttinn á tölvuleikjum svo kannski er þeim að kenna, en ef þú kynnir þér markaðinn á tölvuleikjum þá kemur í ljós að framleiðendur hækka stundum verðið á einstaka vörum því þeir vita að varan verðru keypt, rétt eins og Modern Warfare 2, fólk hneykslaðist en keypti samt vöruna.

    Modern Warfare 2 kom út í október og gengið hefur verið stöðugt síðan en modern warfare kostaði samt minna God of war gerir núna, Ég hef bara ekki fundið neinar tilkynningar um að God of war hafi verið "verðhækkaður" af framleiðendum. Svo það útskýrir ekki afhverju GOW er dýrari en aðrir nýjir tölvuleikir sem komu til landsins og það munar heilum 1500 kalli.

    SvaraEyða
  6. ég er ekki að skilja að verðmunur úr búð hérna og í bretlandi sé milli 40 og 70 % eftir leikjum og aukabúnaði fyrir ps3. eins með pc og allt hitt 40-70% verðmunur. enn ef þið skoðið verðin í svíþjóð þá eru þau mjög oft ef í ekki í öllum tilvikum mun dýrari enn hérna heima eða voru það allavegana 2009.

    dæmi.

    uk páskar 2010 god of war milli 32 pund og uppí 40 pund úr búðum. fríhöfnin í uk. 26 pund.
    hérna heima hva 13500 isk

    mars 2009. svíþjóð need for speed 11900 isk.
    hérna heima 9000 isk

    við þurfum allavegana ekki að kvarta miðað við svíana. nema þá að launinn í svíþjóð eru töluvert meiri enn hérna heima.

    SvaraEyða