miðvikudagur, 17. mars 2010

Leiga fyrir pósthólf hjá Vodafone

Ég má til með að segja þér frá reikningnum sem ég fékk frá Vodafone í dag:

Mánaðargjald pósthólf á eigið lén kr. 84,-
Útskriftargjald kr. 232,-

Samtals kr. 316,-

-þar af Virðisaukaskattur kr. 64,-

Ég hugsaði með mér að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, virðisaukinn
næstum jafn hár og þjónustan sem ég fæ frá fyrirtækinu og
útskriftargjaldið nær þrefalt verð þjónustu.
Við pöntun á pósthólfinu bað ég um ársreikning, þ.e. greiða árið
fyrirfram. Þegar ég hafði samband við innheimtu Vodafone í dag var mér
boðið að nota kreditkort til að losna við mánaðarlegt útskriftargjald. -
Satt að segja skil ég ekki hvað hangir á spítunni þegar fyrirtækið
hafnar árs fyrirframgreiðslu og telur vænlegra að nota slíkar
mánaðarlegar skuldfærslur ásamt útskriftargjöldum og býður
kortagreiðslur til vara.
Kveðja, Gunnar Geir

9 ummæli:

  1. Ég kannaði þetta um daginn og þetta er alltof dýrt, miðað við allar þær leiðir sem hægt er að fara til að fá ókeypis pósthólf.

    Hins vegar ætti þetta alls ekki að beinast að Vodafone sérstaklega. Kannið t.d. gjaldskrána hjá Símanum fyrir þessa þjónustu!

    SvaraEyða
  2. gunnar gunnarsson17. mars 2010 kl. 08:36

    Já einmitt - ég er með póstfang í gíslingu hjá símanum - ég skulda alveg reikning þar og er ekki að hlaupa undan því en þangað til það er upp greitt er netfangið mitt lokað - nýðingsskapur ekki satt?
    Auðvitað átti maður að nota bara g-mail frá upphafi, en svona var maður vitlaus að vilja hafa @simnet.is

    SvaraEyða
  3. Það er óskiljanlegt að hafa gjalddaga 26. dags mánaðarins og eindaga um mánaðarmót. Þetta lítur út eins og léleg brella til að ná inn aukapeningum með dráttarvöxtum. Ég er varla búinn að fá útborgað fyrr en ég fæ senda mynd af Pétri Jóhanni með textanum: ,,Varstu nokkuð búinn að gleyma okkur?" ...og samt læt ég bjóða mér þetta.

    SvaraEyða
  4. Smá dæmi:

    pósthólf leiga 84 kr. + 1 útskriftargjald kr. 232 kr. gerir 1240 kr á ársgrundvelli. (einn reikningur á ári fyrirframgreitt).

    Vodafone kýs að senda út mánaðarlegt uppgjör sem hljóðar þannig: 84 kr. á mánuði. + 12 útskriftarjöld 232 kr. samtals kr. 3.792 á ársgrundvelli. - Þetta er ríflega þrisvar sinnum hærri upphæð en í fyrra dæminu. Spurning hvort fyrirtækið sé meðvitað að hanna sér fleyga hænu úr einni fjöður? :)

    Kv. Gunnar Geir

    SvaraEyða
  5. Anna Margrét Bjarnadóttir17. mars 2010 kl. 13:02

    Og Vodafone eru bara rosalega dýrir. Ég er alverg að kikna undan kostnaðinum hjá mér og er farin að leita að ódýrari kost.

    SvaraEyða
  6. Síðan í gærmorgun hefur þjónustufulltrúi Vodafone verið að kanna hvort grundvöllur sé fyrir að ég fái að greiða þessar 84 krónur með eingreiðslu, þ.e. árið fyrirfram. - Bíð spenntur eftir símtali frá þeim.
    Kv Gunnar Geir

    SvaraEyða
  7. Ég nota Google Apps fyrir mitt lén. Standard útgáfan fyrir einstaklinga og félagasamtök er frí, þú getur verið með allt að 50 pósthólf (rúm 7GB hvert) og búið til hópa/netfangalista og fleira. Pósthólfin eru einfaldlega í sama kerfi og Gmail og hægt að nálgast þau í vefpósti, með POP3 eða IMAP en netfangið er að sjálsögðu á þínu léni. Þú getur tengt hvaða lén sem er sem þú hefur yfirráð yfir en það þarf að fá eihvern til að "hýsa lénið" (þ.e. DNS færslurnar fyrir lénið).

    SvaraEyða
  8. Einar: væri gaman að vita meira hvernig þetta er gert, er ekki alveg að sjá út úr þessu í google apps, sé bara fyrir fyrirtæki og skóla.

    SvaraEyða
  9. Ég mæli eindregið með Google Apps eins og Einar segir.

    Fyrsta skrefið er hér: http://www.google.com/a/cpanel/domain/new

    Um að gera að hýsa svo lénið sjálft hjá 1984.is sem býður ókeypis DNS. Þeir eru líka með flýtileið til að merkja Google email hýsingu á því sem er flóknasta skrefið í ferlinu.

    SvaraEyða