þriðjudagur, 3. ágúst 2010

Illskiljanleg verðlagning á 3D bíómyndamiðum í Smárabíói

Mig langar að vekja athygli á verðlagningu á bíómiðum á 3D mynd (Shrek) í Smárabíói.
Í fyrsta lagi: Það kostar meira að fara á Shrek sem 3D mynd en venjulega "2D" mynd.
Í öðru lagi: Shrek á ensku (og 3D) er ekki textuð á íslensku, samt er verðið ekki lækkað, það er hækkað (m.v. 2D)
Í þriðja lagi: Þrívíddar gleraugu er seld aukalega.
Skýringin á 3ja liðnum var m.a. að "svo margir ættu þegar gleraugu" (!).
Þetta er svipað og þurfa að kaupa sérstaklega plasthnífapör á skyndibitastað að því að svo margir eigi slík hnífapör heima hjá sér. Hvað skyldu margir taka með sér 3D gleraugu þegar þeir ákveða að fara í bíó?
Í stuttu máli: Bíógesturinn þarf að borga hærra verð fyrir mynd í þrívídd þrátt fyrir að hún er ótextuð og til viðbótar að að borga aukalega fyrir nauðsynleg áhöld til að njóta myndarinnar. Hvað næst, verður farið að selja manni heyrnartól?
Kv.
Lárus Jón Guðmundsson

4 ummæli:

  1. Varðandi það að enginn taki með sér 3d gleraugu þá er það reyndar ekki alveg rétt. Mín fjölskylda á nú gleraugu á alla sem eru tekin með (sparar 600 kall).

    SvaraEyða
  2. Fólk lærir nú fljótt að taka þessi gleraugu með sér. Enda engin ástæða til annars, þvílík umhverfissóðaskapur að fá ný gleraugu í hvert skipti.

    En hærra verð á 3D, ótextað og engin gleraugu innifalin er náttúrulega alveg fáránlegt. Ætli þessar myndir séu dýrari í innkaupum?

    SvaraEyða
  3. Þegar ég fór á Avatar í 3D(og borgaði aukalega fyrir) í Háskólabíói var ekki um það að ræða að fá að halda gleraugunum heldur stóð starfsmaður við útganginn og safnaði saman öllum gleraugunum og það var skýrt tekið fram að þau væru eign bíósins.

    SvaraEyða
  4. Hef farið á 3D myndir í Englandi, Danmörku, Thailandi og Ítalíu. Alls staðar er sama verð á 3D og 2D og gleraugun afhent við innganginn og tekin aftur þegar farið er út ... ekkert aukagjald rukkað fyrir gleraugun!!!
    Íslenskir kvikmyndahúsaeigendur ættu að skammast sín fyrir okrið og græðgina!

    SvaraEyða