Langaði að benda á okur/misræmi hjá Icelandair, varðandi breytingar á flugmiðum. Við búum úti og keyptum okkur miða heim í sumarfrí, á vefsíðu icelandair og völdum fyrir rælni að borga í dönskum krónum enda engin verðmunur á miðanum hvort sem valið er að sjá verðið í íslenskum eða dönskum krónum. Hins vegar vandast málið þegar við viljum framlengja dvöl okkar. Breyting á miða kostar 9900 krónur ef miðinn er keyptur í íslenskum krónum en 19000 krónur ef keyptur í dönskum krónum.
Þetta þykir okkur verulega undarlegt og jafnframt erfitt að skilja hvernig hægt er að réttlæta þennan mun.
Sem sagt, það virðist vera nærri 100% verðmunur á breytingargjaldi eftir því hvort miði er keyptur á íslensku interneti eða útlensku!
Kveðja, Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli