mánudagur, 19. júlí 2010

Rán í Flatey

Var að lesa um rán um hábjartan daginn hér á síðunni.
Má til með að segja frá verðlaginu á veitingahúsinu í Flatey sem má líka kalla rán.
Ég fór með fjölskylduna (2 fullorðnir og 3 börn) í ferð hálfan dag til Flateyjar og við fórum veitingahúsið þar.
Þjónustustúlka kom að borðinu hjá okkur og tilkynnti að hún væri ekki með matseðil en þuldi upp þriggja rétta seðil dagsins með forrétti, aðalrétti og dessert, en þar sem við ætluðum okkur ekki slíka máltíð spurðum við um eitthvað minna sagði hún okkur að þau væru með súpu dagsins með brauði og einnig gætu börnin fengið grjónagraut. Varð það ofan á að panta 3 súpur, 2 grjónagrauta, 3 x ½ l. Kók og 1 x ½ vatn án þess að spyrja að verði þar sem ég áleit að súpa myndi kosta á bilinu 700-1000 kr og gosið væri á veitingahúsaverði. Súpan, brauðið og grjónagrauturinn smakkaðist vel en maður fékk næstum óbragð í munninn þegar ég greiddi reikninginn uppá 8.800 kr. Ein súpa (broccolisúpa) dagsins kostar 1.800 kr og skál af grjónagraut fyrir barn kostar 950 kr.
Nafnlaus

25 ummæli:

 1. Einar Guðjónsson19. júlí 2010 kl. 10:59

  Finnst þetta dýrt en það breytir ekki því að þetta er samt sanngjarnt verð.Þetta er ekki Breiðholtið. Í Flatey er engin vatnsveita og þangað þarf að selflytja allt með ''handafli''og þarna er aðeins hægt að vera með opið í skamman tíma á ári en húsum þarf að halda heitum allt árið og búa við ljósavélarafmagn. Þá er í rauninni allt sér lagað þarna en umferð fólks ekki eins og í Nesti á Ártúnshöfða. Tel því ekki að verið sé að okra á fólki þarna og finnst í rauninni merkilegt að einhver skuli vera til í að sjálfsarðræna sig til að halda úti greiðasölu á þessari eyju.Þarna er örugglega miklu hærri fastur kostnaður en í nokkurri annari greiðasölu á landinu en miklu færra fólk á leið um.

  SvaraEyða
 2. Sammála Einari hér að ofan. Ættum að vera ánægð að einhver skuli nenna að hafa fyrir því að reka svona batterí yfir sumarið á þessum stað.

  SvaraEyða
 3. Kannski rétt hjá þér Einar, en ég get ekki séð að það væri svo mikill aukakostnður við að prenta út nokkra matseðla með verðum og kippa þeim með sér í eyjuna í næstu ferð.

  SvaraEyða
 4. Og allt er svo dýrt á Íslandi af því við erum eyja, ekki satt? Þetta eru nú gömul og úrelt rök.

  SvaraEyða
 5. Þetta er svona dýrt af kaupmaðurinn kemst upp með að hafa það svona dýrt, hann er í einokunaraðstöðu.

  SvaraEyða
 6. Einar Guðjónsson19. júlí 2010 kl. 13:08

  Prenta matseðla með verðum ? og kippa þeim með sér í næstu ferð ? skil ekki alveg hvað þú ert að fara Ingi ?. Var í Flatey í fyrrasumer í eina nótt og borðaði á Hótelinu og fannst það dýrt en mér fannst verðið mjög sanngjarnt miðað við forsendur. Örfáir ferðamenn og allt þarf að flytja með ferju. Hvet Matta og Nafnlausan sem skrifaði pistilinn endilega til að opna þarna greiðasölu ef þeir telja sig geta gert þetta ódýrara og betur.Meira að segja vatnið þarf að flytja. Dáist bara að þessu fólki fyrir að nenna þessu. Finnst raunar N1 á Ártúnshöfða vera að okra m.v. forsendur en þangað koma fleiri á hálftíma en í Flatey á dag.

  SvaraEyða
 7. Þetta er ákaflega einfalt. Svo lengi sem fólk er tilbúið að borga uppsett verð verður maturinn seldur á því verði. Framboð og eftirspurn kallast þetta. En ég er alveg viss um það að það brýtur í bága við lög að vera ekki með matseðil með verði sýnilegt. Það er ætlast til þess svo dæmi sé tekið að verð á hárgreiðslustofu sé sýnilegt og helst úti í glugga eða á afgreiðsluborði svo viðkomandi viti hvað hann þurfi að borga áður en hann nýtir sér þjónustu viðkomandi.

  SvaraEyða
 8. Svo er líka bara spurning um að SPYRJA hvað hlutinar kosta!!!

  SvaraEyða
 9. Þetta er mjög dýrt alveg sama hvernig maður snýr þessu. Með svona verðlagi er bara verið að fæla fólk frá því að koma eða stoppa stutt. Það er ekki hægt fela sig á bakvið stuttan opnunartíma því það er það sama llstaðar þar sem árstíðarbundn ferðamennska á í hlut. Þetta flokkast frekar undirgræðgi og jaðrar við afglöp í rekstri.

  SvaraEyða
 10. Einar Guðjónsson19. júlí 2010 kl. 14:40

  Þegar ég var þarna í fyrrasumar þá var matseðill aðgengilegur og skrifað verð á töflu. Ferðamennska í Flatey er ekki bara árstíðabundin heldur eru allir aðdrættir óvenju erfiðir og aðstæðurnar eins og á Kili. Súpan sem við fengum var einnig vel útilátin kjötsúpa og brauðið heimabakað.Hún var því af allt öðrum gæðum eins og raunar nafnlaus kveður. Veitingahúsið á hótelinu má vel bera saman við Grillið í gæðum þá er matsalurinn vel hirtur og fallegur, engir plaststólar né gosvélar. Það er hinsvegar okur að selja 9o gr hamborgara með verksmiðju frönskum á 3000 kr eins og víða tíðkast í ferðamannasjoppum.

  SvaraEyða
 11. Vilji menn fá almennilegan mat á leið sinni um hringveg 1. en ekki þetta drasl sem er verið að selja í N1 skálunum t.d. í Staðarskála eða á Blönduósi og sakna heimilismatsins í Shellskálanum í Borgarnesi þá mæli ég eindregið með Hreðavatnsskála. Fengum þar súpu og brauð,lambalæri með flottu salati og kartöflum og kaffi á rétt rúmar 2500 kr. Það er sko ekki okur.

  SvaraEyða
 12. Ég skora á Einar Guðjónsson að nefna eina "ferðamannasjoppu" sem selur hamborgara og franskar á 3000 kr

  SvaraEyða
 13. Ég skora á Nafnlausan #12 að nefna eina ferðamannasjoppu sem selur ekki sveittan borgara og rukkar sama/svipað verð og fyrir fínan borgara á American Style,Rugby Tuseday,Grillhúsinu eða Fridays.

  SvaraEyða
 14. Jónas bloggar í dag um Notalegt Hótel Flatey á www.jonas.is.

  SvaraEyða
 15. Já þú gleymir því nú reyndar að hann Jónas bendir á að hótelið sé dýrt og allur matur ágætur(fer engum lofsamlegum orðum um hann). Í rauninni segir hann voðalega lítið um matinn yfir höfuð.

  SvaraEyða
 16. Ég fór ásamt fleirum í dagsferð til flateyjar í fyrrasumar. Það var búið að segja mér frá okrinu á þessu veitingahúsi nokkrum dögum áður. Þannig það tóku bara allir með sér sinn bakpoka og við tókum með okkur nesti og eyddum ekki krónu í þetta veitingahús. Flóknara var það nú ekki.

  Alveg satt sem sagt er hér að ofan, á meðan fólk borgar þetta verð á svona veitingahúsi eins og í flatey þá mun verðið ekki vera lækkað. En ég skil samt alveg forsendurnar með að hafa þetta dýrt af því þetta er svona langt í burtu.
  Það stendur samt ekki hjálpræðisherinn aftaná peysunni minni og þess vegna ákvað ég og fleiri að spara aurinn og taka með nesti :)

  SvaraEyða
 17. Held að Hótelið geri mest út á andvaralausa útlendinga, sem er hið besta mál. Aðrir koma ekki aftur í eyjuna nestislausir, nema stórgreifar séu.
  Einfalt!

  SvaraEyða
 18. Einar Guðjónsson20. júlí 2010 kl. 00:44

  Á meðan fólk borgar þetta verð þá verður starfsemi í Flatey. Ef ekki, þá kemur sjálfsali með súkkulaðistykkjum og núðlusúpum og örugglega ekki lengi. Þá verða menn líka að hafa með sér vatnið og prímus til að hita það fyrir instantnúðlurnar.
  Jónas segir að hótelið sé líf Flateyjar og ''allir borða þar á kvöldin'''' allt ágætis matur og morgunmatur með bygggraut og fínum osti, ekkert kornfleks''.
  Þetta er með öðrum orðum hjartað í Flatey að hans mati. Stemmningsstaður en hann telur ekki að Grillið eða Holtið sé t.d. líf Reykjavíkur.
  Vegna áskorunar þá er veitingastaður t.d. í Norðurþingi sem selur borgara á 2.990. kr og víða má finna staði sem selja þá á verði frá 1600 kr og 1950 kr.Tvær pizzur og gosglas kosta tæpar 7000 kr í Smáralind og máltíð fyrir 5 kostar því um 20.000. kr.
  Þegar farið er á greiðasölu þá er ekki bara verið að borga fyrir innkaupsverð á hráefni og svo skaffi bara ríkið starfsmann og borgi launin.Það er líka greitt fyrir umhverfi og þjónustu og stemmningu. Finnst raunar með ólíkindum að hægt skuli vera að halda úti þessum gæðum á veitingahúsi í Flatey þar sem allt hráefni er selflutt í land , meira að segja vatn til drykkjar og þvotta. Allt rusl þarf svo að flytja sömu leið í land.

  SvaraEyða
 19. Ég held að fólk verði að hafa í huga að þegar það borðar á Hótel Flatey er það ekki í kaffiteríunni í IKEA.
  Þar er sannarlega ekki ódýrt, en er fólk sem fer þangað að leita að ódýru mötuneyti ?
  Á matseðlinum eru margir fiskréttir úr fiskinum sem berst á land oft á dag, svo hráefniskostnaður eða flutningskostnaður er ekki málið þarna. Plokkfiskur, fiskibollur og slíkir réttir eru algengir, enda gott að nýta smáfisk í slíkt Persónulega fannst mér plokkfiskurinn vondur. Bollurnar skárri.
  Þorskurinn sem var réttur dagsins var í lagi, en frekar smár. EN, það er alveg hægt að hafa þetta billegra, það þarf ekki endilega að sjokkera þá sem ákveða að borða. Hráefnið kemur að stórum hluta úr umhverfinu, enginn flutningskostnaður þar. Rabbabari vex í eyjunni, svo að 1600 krónur fyrir frekar smátt rabbabarapæ er ekkert ódýrt. Mér finnst frábært að þessari þjónustu sé haldið úti í eyjunni, mér finnst samt að fólk eigi að reyna að dempa kostnaðinn eins og hægt er.
  Persónulega vildi ég ekki vera án þjónustunar í Hótel Flatey, en fólk getur líka haft með sér nesti :)

  SvaraEyða
 20. Einar Guðjónsson20. júlí 2010 kl. 14:28

  Það er alveg sama verð á fiski í Flatey og í Reykjavík.Jafnvel þó stutt sé að sækjann.Einhver þarf að týna rabbabarann og passa upp á hann.
  Held að veitingastaðir verði að kaupa fisk af markaði eða í gegnum Hafnarvog af útgerð. Einstaklingar mega sjálfir róa til fiskjar til heimilisnota en veitingamenn mega ekki róa sjálfir og fiska '' frítt'' fyrir veitingahúsið sitt.

  SvaraEyða
 21. Á Hótel Flatey fylgist maður með þegar fiskurinn kemur í land úr bátunum og er flakaður á borði bak við hótelið. Síðan fer hann beint í eldhúsið og þaðan í veitingasalinn. Skrítinn fiskmarkaður það... Sama verð og í Reykjavík ? Held ekki.

  SvaraEyða
 22. Einar Guðjónsson20. júlí 2010 kl. 17:16

  Það þarf samt að borga fyrir hann til þess sem veiðir hann ? ekki gerir hann út en rukkar ekkert fyrir aflann ?

  SvaraEyða
 23. Mér er drullusama hvaða allir segja. Þetta er okur. Punktur.

  SvaraEyða
 24. Hef gist og borðað í á hótelinu í Flatey í tvígang og á örugglega eftir að fara þangað aftur. kannski ekki ódýrasta fríið en eitt það besta hér innanlands bæði í mat og gistingu. það verður að taka margt til greina þegar menn fara svo lágt að kalla þetta okur, hótelið getur rúmað 25 manns og þarf að sjá starfsfólki fyrir gistingu og ferðum milli lands og eyjar. Hef sjálfur rekið veiðihús um árabil og veit að það er mjög dýrt að láta senda sér aðföng og hvað þá þegar ferjan baldur bætist við. Tímabilið er stutt en borga þarf örugglega af hótelinu háa leigu þar sem allur kostnaður við gerð húsanna er eflaust rándýr líka af sömu forsendum.

  SvaraEyða