mánudagur, 12. júlí 2010

Rán um hábjartan dag í Hafinu bláa.

Fór í sunnudagsbíltúr með foreldrum mínum og syni, áfangastaður var
Stokkseyrarbakki, fín ferð í góðu verði. Á leiðinni til baka ákváðum
við að stoppa og fá okkur eitthvað í svanginn, kaffihlaðborð á Hafinu
bláa varð fyrir valinu, okkur þótti það reyndar nokkuð dýrt, 1900 kr.
á mannin en létum okkur hafa það. Þær kökur sem ekki voru frosnar voru
gamlar og harðar þannig að við borðuðum ekki nema eina sneið á mann.
Reikninginn takk, 10,600 TÍU ÞÚSUND OG SEX HUNDRUÐ fyrir kaffihlaðborð
fyrir fjóra, jú 4 x kaffihlaðborð= 7600+ 4 x kaffi 3000, kaffið er
ekki innifalið í auglýstu KAFFI hlaðborði heldur kostar gömul
uppáhelling 750 krónur á manninn, mig verkjar ennþá í rassgatið eftir
þessa ferð.
Með kveðju, Sveinbjörn Eysteinsson.

12 ummæli:

 1. Þið hafið væntanlega kvartað yfir kökunum? Ég hefði neitað að borga fullt verð fyrir frosnar og gamlar kökur. Og kaffið, var ekkert skilti eða miði sem gaf til kynna hversu óheyrilega dýrt það er. Ég hef aldrei vitað annað eins!

  SvaraEyða
 2. Borgar ekki einu sinni svona mikið á Kaffitári,Te og Kaffi eða Kaffi Haíti(bestu staðirnir sem ég hef farið á. Á eftir að kíkja á Kaffismiðjuna er víst frábært kaffihús) fyrir kaffisopan og hann er þar framreyddur af ást og alúð af fólki sem virkilega veit hvað það er að gera.

  Flott myndband sem sýnir aðeins hvað ég er að tala um. Kaffi á kaffihúsi er ekki bara kaffi.
  http://visir.is/svona-slakadu-a-og-njottu---myndband/article/2010810594705

  SvaraEyða
 3. Þetta er svoldið 2007 verð! Mér finnst líka 750 kr. fyrir kaffibolla, á auglýstu KAFFIhlaðborði, 751 kr. of mikið!!

  SvaraEyða
 4. Þessi líka fína auglýsing með rjúkandi kaffibollum og alles http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs018.snc4/34261_1338345341259_1309905838_30803288_3240614_n.jpg Kveðja, Sveinbjörn

  SvaraEyða
 5. Ég fæ samúðarverk í óæðriendann með þér...

  SvaraEyða
 6. Þinn feill að standa ekki upp og labba út án þess að borga eða krefjast endurgreiðslu eða veglegs afsláttar! Allt spurning um að vera frekur og þekkja rétt sinn.

  Ég myndi ekki láta bjóða mér hálfharðar kökur á þessu "upp"sprengda verði.

  Að ég tali nú ekki um eldgamla áfyllingu á kaffinu. Ég forðast hafið bláa héðan í frá.

  SvaraEyða
 7. Það er alltaf gaman af þessu, kaffihlaðborð þar sem maður borgar sér fyrir kaffið, spurning hvort eigendurnir ættu ekki að breyta nafninu í kökuhlaðborð (bara til þess að forðast þennan misskylning í framtíðinni). Mun ekki fara á þennan stað eftir að hafa lesið þetta og takk fyrir þessa ábendingu.

  En mig langar samt að vita eitt og það er frá nafnlausum hérna á undan sem segir að menn eigi að vera frekir og þekkja rétt sinn. Hver er réttur neytenda eftir að hafa farið að svona stað, sest niður og borðað og kvartar svo á kassanum? Persónulega tel ég hann bara vera að fá afslátt frá auglýstu verði þar sem ekki er hægt að skila vörunni með góðu til baka.

  SvaraEyða
 8. Ég las stóra og mikla grein í blaði fyrir nokkrum árum þar sem staðurinn var harðlega gagnrýndur. Hef ekki dottið í hug að fara þangað eftir að hafa lesið greinina og hvað þá eftir að hafa lesið þennan pistil.

  SvaraEyða
 9. Til Nafnlaus sem skrifaði þetta:
  Það er alltaf gaman af þessu, kaffihlaðborð þar sem maður borgar sér fyrir kaffið, spurning hvort eigendurnir ættu ekki að breyta nafninu í kökuhlaðborð (bara til þess að forðast þennan misskylning í framtíðinni). Mun ekki fara á þennan stað eftir að hafa lesið þetta og takk fyrir þessa ábendingu.

  En mig langar samt að vita eitt og það er frá nafnlausum hérna á undan sem segir að menn eigi að vera frekir og þekkja rétt sinn. Hver er réttur neytenda eftir að hafa farið að svona stað, sest niður og borðað og kvartar svo á kassanum? Persónulega tel ég hann bara vera að fá afslátt frá auglýstu verði þar sem ekki er hægt að skila vörunni með góðu til baka.

  ég held nú að Rétturinn sé svona smá dubius en semsagt ef þú pantar mat færð hann á borðið og borðar hann ferð svo að kvarta þegar maturinn er að verða búinn þá er þinn réttur held ég enginn, þú ást matinn þú mátt segja að þér hafi fundist hann vondur og þá er það undir fyrirtækinu komið hvort ef eitthvað þeir vilja gera fyrir þig í staðinn. Langeðlilegast er að smakka fynnast hann vondur og skila honum, ´fa annan rétt eða endurgreitt ef þú nennir ekki að bíða eftir nýjum rétt.
  aðal pointið er að þú BORÐAR EKKI VONDAN matog kemur svo EFTIR máltíðina og vælir .

  SvaraEyða
 10. Þetta hljómar soldið desperat.
  Þarf þessi bransi virkilega að okra svona?
  Eru launin svona gífurlega mikið hærri en í öðrum Evrópulöndum?
  Eða hráefnið?
  Maður er alltaf að lesa og heyra meira og meira um svona okur og svindl.
  Þetta er ekki beint góð aðferð til þess að bæta ímynd þjóðarinnar (sem er ekki upp á marga fiska).

  Það er verið að reyna að nýta sér ruglið með hrun krónunnar. Reyna að koma af stað óðaverðbólgu.

  Það ætti að gefa upp öll verð í Evrum, til þess að það sé hægt að bera auðveldlega saman verð við það sem gengur og gerist í hinum siðmenntaða heimi.
  Á dýrustu kaffihúsum í Evrópu er borgað 4€ fyrir könnu af kaffi. Kökusneiðar kosta 3€, kannski 4€ ef sérstaklega mikið er í kökuna lagt.
  Þannig að ef reiknað er með að hver gestur borði 2 sneiðar af kökum og drekki einn kaffi, mætti reikna með 10€ á kjaft (eiginlega án afsláttar eða sértilboðs vegna "hlaðborðs").
  Sem sagt 40€ hefði þetta átt að kosta, algjört hámark (rúmar 6000 krónur).

  SvaraEyða
 11. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin, ásamt vinafólki á sumardaginn fyrsta á Hafið bláa.

  Geri það aldrei aftur.

  Það voru ekki margir gestir þarna inni og virtust vera tveir að vinna. Afgreiðslustúlkan var greinilega skelþunn, angandi af vínlykt. Við fengum ekki afgreiðslu, þ.e. að PANTA kaffi og með því, fyrr en eftir meira en þrjú korter. Bakkelsið (sem var kökusneiðar o.þ.h. þurfti ekki að útbúa neitt fyrir okkur) kom á borðið tæpum hálftíma eftir pöntun.

  SvaraEyða
 12. Hafið bláa er dæmi um stað sem búið er að klúðra algjörlega. Staðsetningin er frábær og með réttum rekstraraðilum væri hægt að reka góðan stað. Ég hef tvisvar farið með ferðamenn á staðinn og orðið fyrir þvílíkum vonbrigðum með matinn, þjónustuna og verðið. Maturinn er hreinlega vondur þarna, enda hráefnið afleitt.

  Nú fer ég bara með ferðamenn á Fjöruborðið á Stokkseyri, allir ánægðir þar sem ég fer með.

  SvaraEyða