Langar að koma á framfærir hvernig Express verðleggur fylgd fyrir börn sem eru að ferðast ein. Ég er búsett í Danmörku og kom nýlega til landsins ásamt 2 börnum mínum. Þau urðu svo eftir á landinu góða og eru að koma til baka í dag ásamt frænku sinni.
Ekki vildum við foreldrarnir að þau væru ein á vappi í flugstöðinni svo ákveðið var að kaupa fylgd fyrir þau.
Fylgd kostar 3400 kr pr barn, en þar sem þau eru a sitt hvoru bókunar númeri þarf að gera 2 greiðslur. þá kemur í ljós að barnið sem búsett er á Íslandi borgar 3400 kr en mín börn sem búsett eru í Danmörku greiða 220 kr dkk og var skýringin að þar sem farmiðinn þeirra hafi verið keyptur í DK þá komi þetta líka í dkk. en verðmunurinn er mikill
Ef miðað er við gengið 21 þá er ég að greiða 4620 krónur fyrir hvort barn sem gerir 9,240,- sem að ég greiddi með íslenskum krónum...
Hringdi í express og viðraði málið við kurteisa afgreiðslukonu sem sagði að þetta væri bara svona og þeir gætu ekki alltaf verið að vesenast með að breita genginu hjá sér. Benti henni á að þetta hefði ekkert með gengið að gera því ef að ég ættu að sitja við sama borð þá hefði ég átt að greiða ca 162 kr dkk. pr. barn.
Fátt varð um svör og ekkert gert til að vilja leiðrétta málið.
kv, Dröfn Traustadóttir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli