þriðjudagur, 6. júlí 2010

Verð á spínati í Bónus...

Það virðist vera að það sé mun ódýrara að kaupa nautakjöt og halda veislu en að versla tilbúið salat í bónus (ss þetta sem er inpakkað í plastpoka.) Mæli með að fólk tékki á kílóverðin á þessu grasi. 200gr af spínati kosta rúmlega 500 krónur. Og það í lágvöruverslun? Ég get ræktað þetta í blómapotti útá svölum! In fact ég gerði það. Fræin kostuðu mig 25 kr. í Blómavali. Og ég fæ spínat fyrir það út sumarið, ef ekki lengur...
Virðist vera að þessi hollustu grös (Hollt og gott eða Himnesk hollusta) sé peningaplokk dauðans. Framleiðslukostnaðurinn er 1/50 af söluverði. Liggur við að plastið í pakkningunum kosti meira.
Bestu nöldurkveðjur,
Hjalti P Finnsson
Neytandi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli