föstudagur, 2. júlí 2010

Óánægð með Digital

Við viljum koma á framfæri mikillri óánægu okkar með þjónustuna hjá Digital Ármúla. Við fórum með tölvuna okkar þangað í viðgerð þar sem þeir eru með umboðið fyrir Fujitsu Siemens. Það tók þá um mánuð að laga hana sem var svo sem allt í lagi nema það að þeir löguðu það sem var að en svo var búið að skemma start takkann á henni og einnig var hún ílla sett saman.
Við fórum aftur með hana 21. maí, við hringdum oft til að ath stöðuna á tölvunni og þá var ekkert búið að gera og starfsfólkið lofaði alltaf að hringja til baka í okkur en hringdu aldrei. Í dag fengum við nóg og hringdum í enn eitt skiptið í þá og þá fengum við bara þau svör að þeir væru ekki lengur með neina viðgerðaþjónustu sem er ný seld frá þeim en þar sem tölvan var búin að vera hjá þeim síðan í maí var nú meira en nægur tími til að laga hana.
Okkur var bara bent á það að tölvan væri hjá þeim en þeir myndu ekki laga hana þar sem þetta eru bara orð á móti orði hvort þeir hefðu skemmt hana eða við.
Við sóttum tölvuna okkar um 1 og hálfum mánuði eftir að hún fór til þeirra og þá var ekkert búið að gera. Þetta er bara brot af því sem ég hefði vilja skrifa um þetta fyrirtæki en ég læt þetta duga. Við hjónin mælum ALLS EKKI með þjónustunni hjá Digital!
Þessi texti hér að neðan er tekinn af heimasíðunni þeirra og það er sko ekkert til í því sem þeir segja:
Betri þjónusta!
Markmið Digital er að veita framúrskarandi þjónustu og það er og verður aðalsmerki okkar. Lögð er áhersla á gott aðgengi að starfsfólki, vörum og öllum upplýsingum sem nýst geta viðskiptavinum okkar.
Kveðja, Hildur og Gummi

8 ummæli:

 1. Mér sýnist nú á síðunni þeirra að þeir séu að hætta í rekstri.

  SvaraEyða
 2. Mjög lélegt hjá þeim...

  SvaraEyða
 3. Lenti í þessu sama í vetur hjá þeim.
  Algjörir plebbar!!!

  SvaraEyða
 4. Ég lenti svakalega illa í þeim líka. er einmitt með fujistu siemens tölvu. mín vildi ekki kveikja á sér. fór með hana til þeirra. eftir 2 mánuði gafst ég upp á að hringja og reka á eftir þessu að ég fór til þeirra og náði í tölvuna. þá voru þeir nýbúinir að kíkja á hana og ég borgaði himinháa upphæð fyrir að fá að vita að harði diskurinn væri hruninn.. þeir buðu svo aðra himinháa upphæð fyrir nýjann disk... ég hélt nú ekki. fór með tölvuna í tölvuvirkni í hlíðarsmára og fékk tölvuna í lag á 3 dögum fyrir helmingi minna verð.

  SvaraEyða
 5. Man nú eftir því þegar sýnt var í fréttaskýringarþættinum Dateline fyrir einhverjum árum þegar klippt var á borða í tölvu þar sem nýr svoleiðis borði og ísetning myndi kosta þá eitthvað um 3þús kall max að gera við en greiningin sem tölvan fékk á öllum viðgerðarstöðum var allt frá því að vera að skipta þyrfti um harða diskinn,móðurborðið farið yfir í að tölvan væri hreinlega ónýt.

  SvaraEyða
 6. lenti líka í þeim, þjónustan vægast sagt léleg, fór með tölvuna mína í viðgerð (var í ábyrgð) svo var sagt að stýrikerfið væri ónýtt, ég ákvað að fara með tölvuna annað í viðgerð (borgaði 4000 kr. fyrir þessa greiningu) svo kemur í ljós að það sem er að er að harði diskurinn var ónýtur, ég er ekki sátt að hafa þurft að borga fyrir vitlausa greiningu, ég sendi yfirmanninum póst um að ég vildi fá endurgreitt en aldrei fékk ég svar, ég mun aldrei stunda viðskipta við þessa búllu aftur!

  SvaraEyða
 7. heyrðu vá, Tengdapabbi lendi líka í þeim, bilaður harði diskur og lyklaborð... 40þúsund. HALLÓ!!! þeir verða ekki starfandi lengi, enda ætla ég aldrei að kaupa mér fujitsu, eða láta þessa aula gera við eitt né neitt

  SvaraEyða
 8. og nú eru þeir farnir á hausinn ;)

  SvaraEyða