miðvikudagur, 7. júlí 2010

Hressó fær falleinkun

Læt mig hafa það að kaupa mér latte af og til á góðum kaffihúsum fyrir 3-400 kall.
Datt svo inná Hressó í dag, bað um latte með heslihnetusírópi. Fékk einhvern hrikalega rammann, brennheitan kaffidrykk sem smakkaðist hræðilega og reikning með sem á stóð 590 kr!
590 fyrir einn kaffibolla. Ég sendi drykkinn tafarlaust til baka og bað bara um venjulegt kaffi, fékk það og gerði svo upp reikninginn. Ekki tók skárra við.
Uppáhellinginn kostaði 470kr. Venjulegur kaffi á 470kr!
Ég er til í að borga 3-400 krónur af og til fyrir afbragðs kaffi sem er brennt og malað á staðnum og framreitt af fólki sem kann til verka eins og hjá Kaffismiðjunni eða Café Haíti en þetta var hreint og beint móðgun við mig sem viðskiptavin, bæði gæði vörunnar og svo verðið.
Hressó fær falleinkun og fer ég ekki þangað framar.
Ása Jóhanns

7 ummæli:

  1. Veit ekki með kaffið þar en það er hægt að fá góðan mat þar á góðu verði þannig að Hressó er ekki alslæmt.

    SvaraEyða
  2. Ég held að þetta fari svolítið eftir því hver er að vinna. Stundum er eitthvað sumarafleysingarfólk sem veit ekkert hvað er að gerast og það er auðvitað ekki í lagi! Spurning um að hafa helmings afslátt þegar þeir eru að vinna :0)

    SvaraEyða
  3. Gaman að sjá fólk sem gerir kröfur þegar kemur að kaffi. Ótrúlega margir sem drekka hvaða rusl sem er og finna ekki muninn á gæða kaffi,rétt malað m.v. uppáhellingartíma um leið og maður hellir uppá en ekki klst. eða degi áður,með réttu hitastigi af vatni og réttri tímalengd á uppáhellingunni og gæða kaffi illa uppáhelltu.

    Gengur t.d. ekki að kaupa fyrirfram malað kaffi út í búð(allt kaffi sem er fyrirfram malað í verslunum er einungis hægt að nota í filterkaffivél eða uppáhellingu á gamla mátann) og nota það í pressukönnu,taka vatnið um leið og það sýður(of heitt) og hellir yfir kaffið. Þá skiptir ekki máli hvort beðið sé of stutt eða mátulega lengi það verður erfitt að þrýsta kaffinu niður og það verður rammt og vont og þú munt fá korg upp í munninn á þér.

    SvaraEyða
  4. Móðgun? Þvílíkt og annað eins væl í manneskju sem sá sér ekki fært að spyrja í HVORUGT skiptið hvað kaffið kostaði. Frekar hleypur hún á netið til að væla...

    SvaraEyða
  5. Ok allt í lagi að spyrja að verðinu áður en maður pantar en 590kr fyrir latte er okur og enn meira okur í ljósi þess að viðkomandi sem bjó bollan til kunni ekki til verka. Ef að maður fær kaffið svona getur maður alveg eins fengið sér bara lala kaffi úr vél á næstu Select stöð

    SvaraEyða
  6. Kaffið á Select stöðvunum er reyndar frábært enda frá Te & Kaffi.

    SvaraEyða
  7. Ég er ekki sammála. Mér finnst kaffi úr sjálfvirkum kaffivélum ekki gott hvort sem um er að ræða uppáhellingarvél eða alsjálfvirk espressó vél. Miklu betra í pressukönnu,mokkakönnu,á gamla mátan/chemex eða í sjálfvirkum/hálfsjálfvirkum espressó vélum.

    SvaraEyða