þriðjudagur, 6. júlí 2010

Þrívíddarbíó og okur!

Í Sambíóunum þurfa bíógestir sem ætla á þrívíddarmynd að kaupa gleraugun sérstaklega - auk þess sem dýrara er á myndina í þrívídd en á venjulega mynd. Gleraugun kosta 140 kall en þegar myndin er búin eru stórir kassar við útganginn þar sem fólk er hvatt til að "endurvinna" gleraugun - ja eða gefa sambíóunum þau aftur til endursölu. Flestir sem gengu út hentu gleraugunum í þessi box og virtust ekki átta sig á að þeir ættu gleraugun og gætu notað þau aftur næst.
Erlendis þar sem ég hef farið í þrívíddarbíó hafa gleraugun alltaf fylgt miðaverðinu og svo skilur maður þau eftir í kassa svo hægt sé að nota þau aftur.
Elín

5 ummæli:

 1. Þegar ég fór á Avatar í Háskólabíói var skýrt tekið fram að gleraugun væru eign bíósins og það var starfsmaður við útganginn sem sá til þess að fólk skilaði þeim aftur.

  SvaraEyða
 2. Þegar ég fór á Avatar þá var ég í mestu erfiðleikum að sjá almennilega framaf því gleraugun sem ég fékk voru svo skítug og kámug að ég varð að eyða tíma í að þrífa þau og það gekk ekki vel.
  Voru samt í plasti, hef grun um að þeim sé bara endurpakkað beint og það kallað "endurvinnsla" og svo stóð jú starfsmaður og sagði okkur að setja gleraugun í kassann, ég hélt nú ekki, hefði borgað fyrir þau og ætti þau.

  SvaraEyða
 3. Gleraugun í Háskólabíói eru öðruvísi. Betri 3D þar á ferð heldur en í Sambíóunum og Smárabíó. Gleraugun þar kosta MUN meira og eru notuð aftur.
  Kv. Bíómyndaáhugamaður

  SvaraEyða
 4. Eru Sambíóin og Háskólabíó ekki í eigu sama aðilans ?

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus 4:

  Nei. Sam-bíóin leigðu sali Háskólabíó í nokkur ár, (keyptu aldrei neitt). Nú leigir Sena (eða hver sá sem rekur/rak Smárabíó og Regnbogann) Háskólabíó en bara sali 2-5 (ekki stóra salinn).

  SvaraEyða