Við vorum fjölskyldan á ferðalagi í Borgarnesi í sumarfríinu. Þá langaði okkur að sjá Brúðuheima, nýtt safn sem þar er staðsett. Viti menn, aðgangur fyrir 1 fullorðinn er kr. 1.600- Já sextánhundruðkrónur, látið ekki líða yfir ykkur. 1000- fyrir börn og 600- fyrir börn til 2ja ára aldurs. Þar sem fjölskyldan samanstendur af 5 fullorðnum og 2 börnum hefðum við þurft að greiða 9.600- þarna inn. ÞAÐ ER ALLT OF DÝRT.
Vildi koma þessu í loftið.
Óskar nafnleyndar
Brúðuheimar segjast miða aðgangseyri við önnur einkarekin söfn. Barnaverð miðist við bíómiðaverð.
SvaraEyðaBorga tveggja ára börn inn í bíó ?
Ég veit ekki hvort safnið nýtur einhverra opinberra styrkja, væri gaman að vita það.
Ég þekki konu sem bauð barnabörnunum á safnið og reiddi fram 15 þúsund krónur fyrir aðganginn.
Það er ansi mörgun ofviða í dag að borga slíkt.
Þrátt fyrir að safnið sé hið glæsilegasta í alla staði.
Mér finnst þetta frekar dýrt en fáránlegast af þessu er þó að þurfa að borga fyrir börn sem eru yngri en tveggja ára!!!! Hvað með 6 vikna barn sem kúrir og sefur allan tímann í burðarsjali hjá pabba sínum? Þetta er nú meira ruglið svo ekki sé minna sagt.
SvaraEyðaVar þarna um helgina og þetta er ekki alveg rétt, 2-6 ára borga 600 og 7-12 ára 1000. Finnst þetta ekkert óhóflegt verð miðað við það sem gengur og gerist á landinu auk þess sem þetta er mjög flott safn.
SvaraEyðaSjá verðskrá hér: http://www.bruduheimar.is/Safn/verdskra_safns
Takk fyrir leiðréttinguna. Það gat bara ekki verið að börn yngri en 2 ára þyrftu að borga:)
SvaraEyða