mánudagur, 30. ágúst 2010

Grillmatur fyrir vestan

Mig langar að minnast aðeins á tvo staði fyrir vestan, grillskálinn á Patreksfirði og Hótel Bjarkalund. Ég og sonur minn vorum á ferðalagi í sumar og heimsóttu Patreksfjörð, vorum svangir og stoppuðum í Grillskálann N1 og fengum
okkur beikonborgara m/frönskum og kokteisósu+1 gos, afleitur matur, fyrir þetta
borguðum við á fjórða þús. Á leiðinni út var kona að kvarta yfir háu verði á
einhverja vöru sem hún var að kaupa,afgreiðslukonan svaraði að það væri svo
ofsalega dýr fluttningskosnaður að kenna. Veit ekki en okkur langar ekki þangað
aftur. Næst var stoppað á Bjarkalund að fá sér í gogginn og viti menn
ömulegasta grill-samlokan m/frönskum sem um getur (sex ára gæti gert
betur). Eftir að hafa tekið far með ferjunni Baldur (kostaði ca.15 þús.) með
tjaldvagn í eftidragi var vesturlanda-ferðinni okkar lokið. Hoppandi og
skoppandi á þessum hræðilegum vegum. Er virkilega eingin áhugi á að fá ferðafólk
í heimsókn? Ég bara spyr?
G.S.

9 ummæli:

  1. Það eru geggjaðir borgarar á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi

    SvaraEyða
  2. Má kannski geta þess að sjoppan sem þú fórst í á Patreksfirði er N1 sjoppa. Semsagt, hér er við höfuðborgarfyrirtæki að skammast. Hefur ekkert með Vestfirði að gera.

    Síðasta reynsla mín af Bjarkarlundi er þó í svipuðum dúr. Mættu alveg gera matvöruna aðeins boðlegri miðað við verð.

    SvaraEyða
  3. mín reynsla af sjoppum við þjóðveginn er sú að ef maður vill í alvörunni fá bragðgóðan og næringarríkan mat er betra að taka með sér hráefni úr stórmarkaði og leggja úti í kanti og vippa einhverju saman sjálfur. án gríns. steikingafeiti- og msg-löðrandi matur sem kostar 5 sinnum of mikið er bara aldrei þess virði. ef þið viljið heitan mat: elda heima og fá að nota örbylgjuofn í sjoppu. virkar vel.

    SvaraEyða
  4. Vorum á ferð um vestfirði, fórum í Flókalund fengum mjög boðlegan djúpsteiktan þorsk og pastarétt allt mjög gott og á sanngjörnu verði. Áðum næst í Breiðuvík komum seint og fengum fína súpu og tilheyrandi, í Hópinu í Tálknafirði fengum við okkur "the house special" þ.a.s. pönnusteiktur léttreiktur silingur, algert lostæti. Fórum því næst í Reykjnanes við Ísafjarðadjúp, þar er stærsti heitipottur í heimi og fengum ágæta hamborgara. Laugarhól í Bjarnarfirði, fín tjaldstæði og hlaðborð, góður matur. Næst komum við í Djúpavík, fallegt hótel , með frábærum matsal og maturinn allgóður, en þjónustan slöpp. Komum því næst í Norðurfjörð og þar er kaffi Norðurfjörður. Fengum þar fínar kótellettur og kjötsúpu, hvort tveggja vel útilátið og gott, mjög góð þjónusta. Pantað var kaffi en menn hurfu inní verslunina ástaðnum en staðarhaldari færði nokkur kaffið yfir í verslunina mjög óvænt.
    Þessi heimsókn var í alla staði ánægjuleg og vel heppnuð, enda veðrið gott.

    SvaraEyða
  5. Ég legg til að þið haldið ykkur heima við, þar hafi þig allar sjoppurnar á ódýruverði á mjög góðum mat. Þið getið tjaldað í laugardalnum fínir vegir að því, látið okkur vestfirðinga í friði, Sleppiði þessu öllu slæma og látiði okkurí friði með okkar slæma veg og slæma mat.
    Ekkert mál!

    SvaraEyða
  6. Já, best að láta þá bara í friði, þeir eru augljóslega mjög bitrir...

    SvaraEyða
  7. Ég er sammála Nafnlausum 2.sept kl. 17:54. Ég var á ferð um vestfirði í fyrra og fékk allstaðar fínan mat og góðar móttökur þar sem við fengum okkur eitthvað að borða, einnig eru mörg tjaldstæðin stórfín, sundlaugar og söfn með fínu og jákvæðu starfsfólki. Fer aftur VESTUR.

    SvaraEyða
  8. Hæ hæ það hefur ímislegt verið lagað hjá okkur á Grillskálanum og nú er boðið upp á stærri matseðill og ódýraraverð endilega skoða bara www.grillskalinn.is.
    mér þikir leitt að þú varst ekki ánægður með matinn en ég lofa því að þú ferð ánægður frá okkur núna.
    Kveðja kokkurinn.

    SvaraEyða
  9. Stoppaði í Breiðuvík seinnast sumar með fjölskylduna á ferð um vestfirði og borðuðum þar kvöldmat, get ekki annað sagt en að maturinn hafi verið allveg hreint frábær. Vegirnir voru þó slæmir.

    SvaraEyða